þriðjudagur, mars 11, 2003

SUMAAAAAR! ÉG VIL FÁ SUMAAAAAAAR! Eða allavega smá vor eða eitthvað... er það til of mikils ætlast...? Þessi snjór er orðinn svo gamall og ógeðslegur að það er ekki fyndið. Hann hefur ekki tekið upp síðan byrjaði að snjóa um jólin, bara hlaðist upp og svo sjatnað og frosið og hlaðist meira upp. BJAKK! First day of spring er núna 21. mars og þá er eins gott að það komi VOR annars er ég sko FARIN! 10...9...8...7...6...5...4...3...2...1 *anda inn* *anda út* Ókey, ég er orðin róleg núna... en ég er SAMT orðin hundleið á þessum snjó.
Hvað er svo að frétta? Svosem ekki margt, Erna Sif og Selma eru í March break núna (vetrarfrí) í viku og kvarta ekki yfir því. Það er frekar ég sem kvarta þegar þær vilja hanga inni og horfa á sjónvarpið eða eitthvað. Þá rek ég þær út í snjóinn :D
Geiri er svo að fara á ráðstefnu í London í lok mánaðarins og ætlar að taka nokkra extra daga til að leika við Hanna.
Ég er búin að vera að fylgjast með lífi Vínarfarans reglulega enda gaman að lesa það sem hann skrifar. Allir að kíkja á bloggið hans Nóa frænda!
Segi svo bara bæ í bili. Bæ.