sunnudagur, ágúst 31, 2003

Nú eru skólarnir að byrja og krakkar á öllum aldri flykkjast í klippingu til að láta gera sig sæta. Fékk einn sex ára til mín sem var svo spenntur að byrja í skólanum að hann ákvað að klippa sig sjálfur! Svo kom ein átta ára stelpa í gær með axlasítt hár, og 5 cm brúsk sem stóð uppúr hvirflinum. Ég spurði hana hvort hún hefði verið að klippa sig sjálf og hún sagði vandræðalega; "já, þegar ég var lítil" (miðað við lengdina á brúsknum var það fyrir 2 - 3 mánuðum :)

fimmtudagur, ágúst 28, 2003

Úff! Var í dag að klippa mann af asískum uppruna (án þess að fara neitt nánar út í það). Það væri nú varla í frásögur færandi nema hvað ég skildi ekki orð af því sem maðurinn sagði! Kinkaði bara kolli þar sem mér sýndist það vera viðeigandi og brosti sætt. Ég spurði hann hvernig hann vildi að ég klippti hann og fékk útskýringu á einhverju sem hefði alveg eins getað verið kínverska (!), svo ég lét bara vaða enda lítið annað að gera í stöðunni. Á eftir spurði ég hvernig honum líkaði og hann sagði; þetta er rosalega stutt... en það er allt í lagi! (einu orðin sem ég skildi)
Tippaði mig 5 dollara og kvaddi. Phew! Nú bíð ég bara eftir að fá einhvern sem er virkilega smámunasamur og talar framandi tungum...!

sunnudagur, ágúst 17, 2003

Til fróðleiks

Vissuð þið að setningin "Vá! Má merk skatan nota tonnatakskrem á máv?" er alveg eins, lesin áfram og afturábak? Meira hér)

sunnudagur, ágúst 10, 2003

Ef það er eitthvað sem þessi vinna hefur kennt mér þá er það að maður skyldi aldrei 'stereó-tæpa' fólk. M.ö.o. ekki vera of fljót að gera sér hugmyndir um persónuna útfrá útlitinu. Maður veit þetta auðvitað í þeóríu en á það samt til að falla í þessa gryfju. Nema hvað, fyrsta dæmið var áðurnefndur trukkabílstjóri sem leit út eins og 'týpískur' trukkabílstjóri... of stórar gallabuxur, snjáð leðurbelti haganlega komið fyrir undir bumbunni, gullkross, eyrnalokkur, opið skyrtuhálsmál... en vildi svo fá klippingu eins og Humphrey Bogart og froðu í hárið. Í gær var ég svo að klippa svona dæmigerðan pönk/töffara. Snjáðar gallabuxur, hlírabolur og tattú upp og niður báða handleggi. Hann var nú bara með svona dæmigerða stutta strákaklippingu, en sá var pikkí! Sagði að síðasti klippari hefði alveg ruglað klippingunni hans. Klippt toppinn örugglega tveimur millimetrum of stutt (af lýsingunni að dæma) og hitt ójafnt (tvö hár voru styttri en öll hin)! Spurði svo hvort ég væri búin að vera lengi klippari... öööööh, nei eiginlega bara nýbyrjuð sko. "-já, það sagði síðasti klipparinn líka!" (no pressure) Ég sagði honum að hafa engar áhyggjur, ég myndi ekki klúðra einu einasta hári og hann fór sáttur út. En ferlega var þetta fyndið... svona gæi sem maður hefði búist við að segði; "bara svona stutt" eða whatever...

Well... you live and learn.

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Var að klippa eina ólétta. Sú var komin 7 mánuði á leið og við fórum að spjalla. Hún lét semsagt klippa á leiðslurnar fyrir fjórum árum (átti þá tvö börn) og þremur árum seinna... búmm! (eða ætti ég að segja 'bomm') Jájá, og vinkona hennar sem á mann sem fór í ófrjósemisaðgerð varð ólétt eftir svipaðan tíma. Karlinn sendi hana meira að segja í DNA próf þar sem hann trúði ekki að hann ætti barnið...! -En jújú, hann átti það.

Pæling dagsins; náttúran lætur ekki að sér hæða.

föstudagur, ágúst 01, 2003

Sena: Madur labbar inn a hargreidslustofu. Thetta er trukkabilstjori a midjum aldri med stort, kringlott hofud og harid farid ad thynnast all verulega a kollinum. Hann kemur med mynd. Myndin er af manni. Sa er um fertugt, grannur i andliti og ekki laust vid ad hann minni dalitid a Humphrey Bogart. Harid thykkt og lidad. Ju, trukkabilstjorinn vill fa thessa klippingu. Ok, gott og vel. Harstilistinn skodar myndina og segir; allt i lagi, svona stutt i hlidunum og aftana og heldur lengra ofan a? -Jamm.
Ad harskurdi loknum setur trukkabilstjorinn upp gleraugun sin (sem aettu betur heima i biomynd fra 1950) og skodar sig vel og lengi i speglinum. Fiktar mikid i harinu med hondunum og snyr ser a alla kanta. Spyr hvort hann geti ekki fengid sma frodu i harid, sem hann og faer. Segir svo hugsi; "Thetta litur nu alveg ekki ut eins og myndin"...!

...

I gegnum hugann fljuga margar setningar sem nota maetti til ad svara thessari athugasemd (flestar theirra hefdu liklega gert stilistann atvinnulausan... 'nei, tha tharftu ad skipta um gen'... 'nei, eg er harstilisti, ekki galdrakona'...o.s.frv.)

Thvi hvernig segir madur manni ad hann se hreinlega of skollottur og med allt of storan og kringlotta haus til ad geta nokkurn timann likst Humphrey Bogart...?!