laugardagur, júlí 31, 2004

Ammmæli

Hér var mikið fjör í gærkvöldi og nótt. 7 stelpur, 13-14 ára í afmælispartýi hjá Ernu með pizzum, ís, vídeóglápi og tilheyrandi. Ég mokaði þeim svo út í tjald um miðnætti og þar var skvaldrað til ca 3-4. Svo eldaði ég morgunmat ofaní liðið í morgun og nú eru þær farnar. Ótrúlegt hvað er mikill munur á 12 ára og 14 ára. Þegar Selma varð 12 voru þvílík læti og hamagangur, öskur og ég veit ekki hvað í stelpunum og við gátum ekki beðið eftir að afmælið væri búið (þó var það bara í 3 tíma). En svo vissi maður ekki af þessum sem voru hérna í gær.

Nú er Júlía farin í afmæli með pabba sínum og Erna er að fara í mollið að eyða peningunum sem hún fékk í afmælisgjöf ;)

Selma eyddi nóttinni hjá vinkonu sinni... nennti sko ekki að hanga í kringum systur sína og hennar lið!

Svo ætli maður reyni ekki bara að leggja sig, enda ekki mikið sofið síðustu nótt. Ég svaf reyndar niðri þar sem stelpurnar tjölduðu fyrir utan svefnherbergisgluggann okkar. Geiri vildi freista þess að sofa í hjónarúminu en endaði uppi í Selmu rúmi eftir að hafa gefist upp á blaðrinu fyrir utan :)

Svo stendur til að skoða mannlífið í miðbænum í kvöld, hann er að fara í steggjapartý og ég ætla að skreppa niður á höfn með stelpum úr vinnunni. Það er hellingur að gerast núna í bænum, höfnin full af skipum (Tall Ships), farandlistamenn um allt (Buskers) og veðrið frábært. Fór í 33 stig í gær.

Svo skál í Corona og pikkumst síðar!

sunnudagur, júlí 25, 2004

Samskipti kynjanna


smellið fyrir fulla stærð... Posted by Hello

laugardagur, júlí 24, 2004

Bleeeeeeeh!
 
Rakinn er búinn að vera óþolandi síðustu daga.  Þoka alla vikuna og allt er orðin þvalt innan dyra.  Maður loðir við gólfin og sófana og líður eins og allt sé skítugt, sama hversu oft og vel er þrifið.  (Auk þess tekur það gólfin þrjá daga að þorna ef maður skúrar)

Manni líður eins og maður þurfi að fara í sturtu á fimm mínútna fresti, því heilinn segir manni að maður sé að svitna, þegar maður er í raun bara svona 'sticky' af rakanum í loftinu.

Það sem okkur vantar núna er almennilegt þrumuveður!  Það er það eina sem virkar til að hreinsa upp svona mollu.  Það eru nú reyndar góðar líkur á að þetta endi þannig, því hitinn er svona 20-25 stig sem ásamt rakanum er góð uppskrift að þrumuveðri.

Þetta er semsagt megin ástæðan fyrir bloggleti, öll orka löngu upp urin.

Nú eru annars tvær vikur í sumarfrí.  Erum að spá í að keyra til Niagara Falls, stoppa oft á leiðinni og tjalda og eyða kannski degi eða tveimur þarna niðurfrá.  Skoða okkur um í Toronto líka og svona.  Vúhú!  Það er sko löngu kominn tími á smá frí, og komin tvö ár frá síðustu tjaldferð (sem er náttúrulega ekki hægt).

Og svo kemur væntanlega myndasyrpa af öllu saman.

Veriði stillt þangað til.  



Kannski full mikið af því góða... Posted by Hello


fimmtudagur, júlí 01, 2004

Meira af snobbfiskum

Jæja, það var Canada Day í dag (þjóðhátíðardagurinn) og allir í fríi. Við Selma vöknuðum klukkan sjö og fórum að veiða á meðan hinir sváfu.

Við fórum aftur á sama stað og um síðustu helgi, að vatni sem heitir Grand Lake og er eins og nafnið gefur til kynna, RISA stórt. Rosa flottur veiðistaður, veðrið var frábært; skýjað en bjart og smá gára á vatninu og við bara einar þarna. Nema hvað, við fengum ekki bröndu frekar en fyrri daginn og er ekki laust við að farið sé að vega dálítið að sjálfinu mínu þegar kemur að veiðiskap! Það var nú eitthvað líf þarna í kringum okkur og ég prófaði allt sem ég átti á línuna, en ég held að þessir kanadísku fiskar vilji bara hamborgara eða eitthvað svoleiðis. Ætla að kíkja í búð á morgun og skoða beitur... sjá hvað þeir eru að nota hérna (sem mér hefur hingað til sýnst vera allt úr plasti, glimmeri og í neonlitum... en kannski það sé það sem fiskarnir vilja?

Við gefumst allavega ekki upp og ætlum aftur um helgina, hvort sem það verður á sama stað eða hvað, það er víst af nógu að taka þegar kemur að vötnum á svæðinu.


... Posted by Hello