sunnudagur, desember 25, 2005



Gleðileg jól

...elskurnar mínar. Ég treysti því að þið séuð öll búin að hafa það rosalega gott, borða yfir ykkur af góðum mat og súkkulaði og umfram allt; vera góð hvert við annað.

Jesú sagði nefnilega að öll dýrin í skóginum ættu að vera vinir... eða þannig :)

*jólaknús*

miðvikudagur, desember 21, 2005



Jæjjjjja...

Búin að kaupa alla pakkana og pakka þeim inn. Búin að kaupa jólamatinn. Gleymdi sýrða rjómanum í salatið. Eftir að kaupa rauðvín með matnum (og í sósuna).

Jólatréð úrskurðað látið, enda hrynur af því ef maður svo mikið sem hugsar um það, hvað þá að maður þori að gjóa augunum til þess. Það var virkilega gaman að fara út í sveit og velja tré sjálfur, saga það niður og fara með heim. Ég vona líka að stelpurnar hafi fengið mikið út úr því... svo mikið að það endist þeim það sem eftir er því þetta verður ekki gert aftur. (Nema boðið verði upp á eitthvað annað en rauðgreni)

Búin að lofa sjálfri mér að fara snemma að sofa alla vikuna, en svikið það jafnharðan. Sofið illa að auki og ekki laust við að þetta sé farið að bitna á heilabúinu (sem mátti nú varla við því).

Spurning um að hætta bara að hugsa um allt ofantalið og kaupa þeim mun meira rauðvín (í sósuna sko) og slaka vel á um jólin! (Er ekki búið að lofa 'rauðum' jólum hvort eð er?)

Nei, ég segi nú bara svona :)

föstudagur, desember 16, 2005


Ég þykist finna fnyk

Það er greinilegt að jólin nálgast hægt en örugglega. Á hverjum degi bætist eitthvað við sætindin og gúmmolaðið í vinnunni. Fleiri smákökur, kökur, og nú síðast í dag; konfektið!

Alveg týpískt reyndar, loksins þegar það kom þá langaði mig ekkert í það. En ég er viss um að súkkulaði-át-genið á eftir að kikka inn í næstu viku.

Samhliða meira áti er svo meiri tíma eytt í ræktinni, svo að allar karólínurnar fari nú ekki að láta fara of vel um sig.

Nú er ég að reyna að peppa mig upp í að smakka skötu á Þorláksmessu. Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tímann borðað skötu, og finnst hún svo sannarlega ekki girnileg! En, hey... verður maður ekki að vera með?

Sjáum til hvernig gengur :)

þriðjudagur, desember 13, 2005

Finndu þinn innri strump!





Find your inner Smurf!

miðvikudagur, desember 07, 2005


Hvar er konfektið?!!

Það er ekki laust við að jólaandinn sé farinn að læðast yfir mann, enda kannski ekki furða. Meira að segja búin að fara upp í sveit og skjóta jólatré handa okkur.

Ég er samt ennþá að bíða eftir öllu konfektinu sem búið var að ljúga að mér að flyti um allar jarðir í vinnunni í desember. Finnst ég illa svikin og eins gott að þeir í efri hæðum fari að hugsa sinn gang og bæta úr þessu hið fyrsta.

Ég vil annars nota tækifærið og minna ykkur á að þenja taugarnar ekki of mikið núna næstu daga. Ef einhver er með áhyggjur og finnst hann vera að falla á tíma, þá getur sá hinn sami huggað sig við þá staðreynd að ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf!

Samt ekkert stressuð... þetta reddast alltaf, erþakki? :)