fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Hiksti - Sönn saga

Strákur og stelpa eru á labbi um kvöld niðri í bæ. Kaupa sér pizzu og smjatta á henni upp úr boxinu.

Þegar þau hafa étið nægju sína, spyrja þau gaur sem þarna var á labbi hvort hann vilji klára pizzuna. Hann hélt það nú og þau labba áfram.

Strákurinn fær hiksta.

Þar sem þau eru á rölti mæta þau aftur gaurnum sem þau gáfu pizzuna. Sá var víst bæði stór og kraftalega vaxinn... víkur sér að stráknum og segir í ásökunartón: "Þú tókst veskið mitt!"

Stráksi þrætir fyrir en hinn æsist allur upp og er á endanum farinn að öskra á hann:"Komdu með veskið mitt!!"

Stráknum leist ekkert á blikuna (orðinn skíthræddur) og sá að þetta stefndi aðeins í eitt; blóðug slagsmál, þar sem það yrði að öllum líkindum hann sjálfur sem leggði til blóðið.

Gellur þá í gaurnum, sem skyndilega var orðinn pollrólegur: "Er hikstinn farinn? -Vissi það... virkar alltaf!"

:D

laugardagur, nóvember 11, 2006

Eilífur Friður?

Mikið líst mér vel á þessa hugmynd.

Finnst alveg fáránlegt að einhverjir jakkafataplebbar geti tekið sér það bessaleyfi að ætla að ákveða hvað annara manna börn megi og megi ekki heita.

Fyrir utan það að miðað við þau nafnaskrípi sem maður heyrir að fólk sé að gefa erfingjum sínum, þá er þessi blessaða nefnd nú ekki að skila miklum árangri.

Verst að eiga ekki strák... hann gæti heitið Ljótur Ormur.
Myndir...

Henti loksins inn nokkrum myndum frá Quebec, svona áður en Rósa fer alveg á límingunum ;)

Þetta eru myndir frá Halloween vikunni og svo Iron Maiden tribute tónleikunum frægu.

mánudagur, nóvember 06, 2006

Ó mæ

Komin heim eftir vægast sagt skrautlegt ferðalag. Flaug frá Quebec til Montréal, og svo Boston þar sem við höfðum nokkra klukkutíma til að skoða okkur um í borginni. Svo var það lokaflugið til Íslands, sem lagði af stað tímanlega um kvöldið.

Eftir fjögurra tíma flug til Keflavíkur var ekki hægt að lenda vegna veðurs og var ákveðið að hringsóla og sjá hvort vindinn lægði. Eftir klukkutíma hringsól var stefnan tekin á Glasgow þar sem allir þurftu að taka farangurinn sinn og bíða frekari frétta í flugstöðinni. Þetta var klukkan hálf níu á sunnudagsmorgni. Við gátum ekkert farið þar sem við máttum ekki tékka töskurnar inn og verið var að bíða eftir nýrri áhöfn frá Íslandi þar sem áhöfnin okkar fór beint upp á hótel í hvíld.

Klukkan sjö um kvöldið lögðum við af stað til Íslands og lentum loks í Keflavík um tíuleitið.

Og allur farangurinn varð eftir í Glasgow og hefur ekki enn skilað sér.

Til að kóróna allt gaf ég upp gemsanúmerið mitt til að hringja í þegar töskurnar koma. Gemsinn batteríislaus og hleðslutækið í töskunum!

En hey, ég er allavega komin heim :)

föstudagur, nóvember 03, 2006

Hallo-vin

Jaeja, tha eru thessar tvaer vikur i Quebec City ad verda bunar -sidasti vinnudagurinn i dag. Thetta er buid ad ganga mjog vel og allir sattir vid arangurinn held eg.

I gaer var Halloween party i vinnunni. Allir maettu i buningum og voru i theim allan daginn og svo var bjor og pizza eftir vinnu. Thad bjost vist enginn vid thvi ad vid Islendingarnir maettum i buningum svo vid voktum mikla lukku... myndir seinna :)

Okkur hefur reyndar ekki tekist ad heimsaekja gamla borgarhlutann enntha i dagsbirtu. Aetludum ad fara um helgina en tha var havadarok og larett rigning (ekta islenskt). Svo vid eyddum helginni innandyra (moll=innandyra).

Svo verdur lagt af stad heimleidis i fyrramalid. Vid thurfum ad taka thrjar flugvelar, fyrst til Montreal, svo Boston og thadan heim. Bleh!

Thad er nu samt alveg thess virdi, enda er thetta ordid agaett i bili og verdur gott ad koma heim. Ad bua a hotelherbergi i tvaer vikur og borda uti a hverju kvoldi er ekki eins skemmtilegt og thad gaeti kannski hljomad.

Nu langar mig bara i rumid mitt og fiskibollurnar hans pabba!

-Og audvitad othaegdar-englana mina :)