þriðjudagur, janúar 29, 2008

Brúðkaupsnóttin

Úr smiðju Fritz Kahn:

"Þegar loks er komið að augnabliki samfaranna, verður maðurinn að sýna mikla háttvísi. Hann má ekki ráðast að konu sinni eins og rándýr, sem stekkur á bráð sína. Þessa nótt verður hann að bæla fýsnir sínar og leggja frekar stund á að líkjast lækni, sem kominn er til þess að hjálpa þeim er þjáist."

"Fyrst ber að gæta þess, að særa ekki blygðunarkennd brúðarinnar. Hann má ekki krefjast neinnar útsláttarsemi eða sýningar á kvenlegum töfrum þessa nótt; öllu skal stillt í moll og rökkur. Hann ætti að lofa brúðinni að afklæðast í einrúmi og ekki koma til hennar fyrr en hún er háttuð. Hann ætti heldur ekki að afklæðast að henni ásjáandi, heldur í næsta herbergi, ef mögulegt er, eða þá í myrkri, og halda þeirri reglu framvegis, ef auðið er. Fagur kvenlíkami í silkifötum getur haft hina mestu þýðingu sem hrífandi kynerting og undanfari ástarleiks, en karlmannsleggir í sokkum og loðin bringa undan hvítri skyrtu veita engan unað."

þriðjudagur, janúar 22, 2008

Ladies and gentlemen... IT'S THE MUPPET SHOW!

Borgarstjórakapallinn hófst þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hvarf úr stóli borgarstjórar 1. febrúar 2003 til þess að taka þátt í landsmálapólitíkinni.

Við embættinu tók Þórólfur Árnason sem sat til 1. desember 2004. Hann hvarf úr embætti vegna deilna í tengslum við olíusamráðsmálið. Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók við af Þórólfi og sat út síðasta kjörtímabil, eða til 13. júní 2006.

Þá tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson við eftir að sjálfstæðismenn mynduðu meirihluta með Framsóknarflokknum eftir borgarstjórnarkosningar. Vilhjálmur hvarf hins vegar úr borgarstjórastóli um miðjan október í fyrra í kjölfar deilna í meirihlutanum um málefni REI.

Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, gekk til meirihlutasamstarfs við F-lista, Samfylkinguna og Vinstri - græna og þá varð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Hann virðist aðeins munu sitja í um 100 daga því samkvæmt tíðindum dagsins tekur Ólafur F. Magnússon við af honum.

Við þetta má bæta að samkvæmt samkomulagi Ólafs F. og sjálfstæðismanna verður Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri á næsta ári og út kjörtímabilið, það er haldi nýr meirihluti. Þetta þýðir að borgarstjórar Reykvíkinga verða orðnir sjö á tveimur kjörtímabilum.

föstudagur, janúar 18, 2008


Skák og mát.

Hvern skyldi hann tefla við núna?

sunnudagur, janúar 13, 2008

Rassgatistan

Þessi grein er þess virði að lesa.


þriðjudagur, janúar 01, 2008

Gleðilegt ár

...elskurnar mínar og takk fyrir allt bara.

Ég get ekki sagt að síðasta ár hafi verið eitt af mínum uppáhalds, en er staðráðin í að þetta nýja verði þeim mun skemmtilegra.

Það sem stendur uppúr er þó ekkert til að grenja yfir:

* mótorhjólapróf og margir frábærir hjólatúrar
* ómetanlegir dagar í Veiðivötnum með Ernu minni
* helganga á 24 tinda sem saman mynda Glerárdal - á 25 tímum
* og auðvitað fyrstu skrefin í háskólanum

Ekki má gleyma þessu yndislega sumri sem var klárlega það besta (í veðurfræðilegum skilningi) sem ég hef upplifað.

So; ready - set - go! ...og farið varlega :)