sunnudagur, júlí 31, 2005

Here fishy, fishy...

Komin heim, dauðþreytt og veðurbarin. Búin að skola sandinn úr eyrunum og skafa hreystrið undan nöglunum. 5 urriðar og 1 bleikja í valnum. Einn slapp, svona til að hafa þetta aðeins sanngjarnara (fór reyndar með öngulinn með sér, svo greyið á víst ekki miklar lífslíkur).

E-mobile stóð sig ótrúlega vel á hálendinu. Hver sagði svo að maður þyrfti að eiga jeppa? -Og eyddi ekki nema 30 l í öllum túrnum :)

Þurfti að stinga hina af til að ná í stelpurnar á flugvöllinn í fyrramálið. Svo verður grillveisla þegar restin af liðinu kemur heim með aflann!

Ég þurfti reyndar að sitja á mér með að bíta í spriklandi silunginn. Það voru meira að segja til bæði hrísgrjón og soja, en ekkert þang... bara ferskvatnsslý! (bleeeh) Kannski maður taki þang með næst og smá wasabi. Svo má nota njóla fyrir prjóna ;)


miðvikudagur, júlí 27, 2005

Kusuluk

Ég verð víst að éta þetta ofaní mig með heppnina. Heimferðin gekk ekki síður vel en ferðin út. Málmleitarhliðin steinþögðu og enginn virtist hafa neinn áhuga á innihaldinu í töskunum mínum. Fór meira að segja með tjald í gegn án athugasemda, en það er auðvitað bannað að koma með notuð tjöld til landsins. Flaug aftur með nýju breiðþotunni, þvílíkt skrímsli sem hún er. Fylgdist með á tölvuskjá þar sem vélin sneiddi framhjá suðurodda Grænlands og Kulusuk hét Kusuluk og svo suðurmeð Faxaflói Bay!

Á móti mér tók bíllinn nýsmurður, upphækkaður og búinn að fara í alsherjar læknisskoðun. Heima beið svo blokkin nýmáluð og fín. Maður verður greinilega að fara oftar í frí.

Framundan, Veiðivötn með tilheyrandi rigningarspá. Vonandi að nýja tjaldið standist íslenska veðráttu. Aflatölur birtar seinna... eða ekki.

laugardagur, júlí 23, 2005

Önnur smá melding

Steikingin heldur áfram. Komst að því að þegar maður eyðir þremur klukkutímum á ströndinni (og þar af einum í sjónum) þá gerir sólarvörn lítið gagn. Júlía brann sem betur fer lítið en lítur núna út eins og svertingi í hvítum sundfötum.

Hitinn fór upp í 32 gráður í gær, en var þolanlegur því rakinn var ekki svo mikill. Búin að ná mér í nokkur moskítóbit líka, svona til upprifjunar.

Fór og hitti Concepts stelpurnar (hárgreiðsluskólinn) á pöbb í gærkvöldi sem var mjög gaman. Allar orðnar harðtrúlofaðar og tvær á leiðinni upp að altarinu.

Afrekaði að fljúga á hausinn á hlaupabrettinu í ræktinni í fyrradag. Alveg ótrúlega flott og lá við að það væri klappað fyrir mér.

Búin að flýta heimförinni og kem á miðvikudag, en stelpurnar verða áfram til mánaðamóta. Ætla að reyna að finna mér tjald hérna svo maður geti kannski farið í útilegu.

Adios elskurnar, hlakka til að sjá ykkur.

föstudagur, júlí 15, 2005

Smá melding

Komumst hingað heilu og höldnu á þriðjudagskvöld. Vorum klukkutíma styttra í loftinu en áætlað var. Sluppum alveg við að strippa fyrir eftirlitsmenn þetta skiptið og tollararnir rótuðu bara ekkert í töskunum okkar, ótrúlegt en satt. Brjóstahaldarinn minn pípti ekki einu sinni í málmleitarhliðinu. Ætli við fáum þetta svo ekki allt saman tvöfalt í hausinn á heimleiðinni, maður er bara svona heppinn einu sinni held ég.

Vaknaði með andfælum klukkan sex á miðvikudagsmorgun við rosa sprengingu og blossa sem lýsti upp allt herbergið. Fyrir utan er rafmagnsstaur með tilheyrandi köplum sem liggja þvers og kruss um bæinn. Þar hópast saman krákur eldsnemma á morgnana og keppast við að garga hver í kapp við aðra. Ein þeirra hafði semsagt þennan morgun gerst heldur nærgöngul við einn rafmagnskapalinn, með tilheyrandi skammhlaupi... og steiktri kráku.

Veðrið er búið að vera svona 25+, léttskýjað og smá gjóla. Fór á ströndina í morgun og svo út að hlaupa og lít núna út eins og crossbreed af karfa og humri... kannski heldur rauðari.

Líka búin að sjoppa smá. Það er yndislegt (og stórhættulegt) að versla föt og þurfa ekki að láta veðsetja eigin sál fyrir upphæðinni.

Vonandi eruð þið öll stillt og góð þó ég hafi brugðið mér aðeins í burtu.

Pikka meira fljótlega.

sunnudagur, júlí 10, 2005

Síðustu dagar...

Óþolið: Bush (já, ég kenni honum um þetta allt)
Ljóskan: Gamli maðurinn á Sirkus sem hjálpaði þeim blinda að finna bílinn sinn
Gubbið: Innreið slúðurblaða (og fólkið sem les þau)
Vitleysan: Að Hlölli veiddi 50 fiska í gær (Þeir voru bæði litlir og ljótir!)
Vonbrigðin: Dýragarðurinn í Slakka
Böggið: Að keyra á fugl :(
Lærdómurinn: Fuglar eru vitlausir
Uppgötvunin: Átti að smyrja bílinn fyrir 6000km
Kúlið: Einn dagur í sumarfrí
And-til-hlakkið: Logan Airport
Til-hlakkið: 25+ celsius



It's all your fault! Posted by Picasa

laugardagur, júlí 02, 2005

Sjálfboðaliði óskast...

til að vökva fiskana og fóðra blómin, ca. þriðja hvern dag á tímabilinu 15. júlí til mánaðamóta. Og kannski tæma póstkassann í leiðinni... ég skal kaupa eitthvað krúttlegt í útlandinu handa viðkomandi í staðinn :)

Anyone?



Hver vill passa okkur? Posted by Picasa