!
Jæja, ég get ekki þagað lengur... ég er búin að fá nýja vinnu! Byrja 17. október hjá Össuri og felst starfið í því að setja saman eitthvað voða techno gervihné með tölvukubb (gervigreind) og segulmögnuðu glussakerfi (!), auk þess að gera við og yfirfara þessi sömu hné.
Þetta er lítil deild innan fyrirtækisins og þar vinna fyrir 6 karlmenn. Það verður líklega dálítið skrýtið eftir að hafa unnið á kvennavinnustöðum í mörg ár.
föstudagur, september 23, 2005
ZzzzzZzzzzZzzzz...
Í síðustu könnun spurði Forvitnispúkinn "Í hverju sefurðu venjulega?"
Niðurstöðurnar voru svona:
44% sofa í náttfötum
31% sofa nakin
13% sofa í nærbuxum eingöngu
6% sofa í nærfötum
og einn sefur í öllum fötunum.
Nú mega allir þeir sálfræðingar (eða áhugafólk um slíkt hið sama) tjá sig um hvað þetta segir um þá sem lesa þetta blogg!
Í síðustu könnun spurði Forvitnispúkinn "Í hverju sefurðu venjulega?"
Niðurstöðurnar voru svona:
44% sofa í náttfötum
31% sofa nakin
13% sofa í nærbuxum eingöngu
6% sofa í nærfötum
og einn sefur í öllum fötunum.
Nú mega allir þeir sálfræðingar (eða áhugafólk um slíkt hið sama) tjá sig um hvað þetta segir um þá sem lesa þetta blogg!
þriðjudagur, september 20, 2005
sunnudagur, september 18, 2005
18. september
Fyrir nákvæmlega sex árum síðan var ég stödd á IWK barnaspítalanum í Halifax. Þangað hafði ég komið fyrr um nóttina eftir að vatnið fór, en síðan gerðist bara ósköp lítið. Ég var samt harðákveðin í því að láta ekki senda mig heim aftur, og flengdist upp og niður hæðir spítalans til að reyna að reka á eftir þrjóskupúkanum sem sat sem fastast í bumbunni.
Á endanum var ég sett af stað, rétt upp úr hádegi og þá hófst sko gamanið fyrir alvöru! Hefði ég vitað hvað beið mín þá hefði ég líklega bara látið svæfa mig sko... en ég þrjóskaðist við og fékk ekkert nema glaðloft til að kæta mig.
Í miðjum klíðum var svo bankað uppá og ég spurð hvort nokkrir læknanemar mættu vera viðstaddir. Jú, ég hélt það nú... svo þegar Júlía kom í heiminn tók á móti henni áhorfendaskari og klapplið!
Nú er þessi litli ormur orðin sex ára! Ótrúlegt alveg :)
Fyrir nákvæmlega sex árum síðan var ég stödd á IWK barnaspítalanum í Halifax. Þangað hafði ég komið fyrr um nóttina eftir að vatnið fór, en síðan gerðist bara ósköp lítið. Ég var samt harðákveðin í því að láta ekki senda mig heim aftur, og flengdist upp og niður hæðir spítalans til að reyna að reka á eftir þrjóskupúkanum sem sat sem fastast í bumbunni.
Á endanum var ég sett af stað, rétt upp úr hádegi og þá hófst sko gamanið fyrir alvöru! Hefði ég vitað hvað beið mín þá hefði ég líklega bara látið svæfa mig sko... en ég þrjóskaðist við og fékk ekkert nema glaðloft til að kæta mig.
Í miðjum klíðum var svo bankað uppá og ég spurð hvort nokkrir læknanemar mættu vera viðstaddir. Jú, ég hélt það nú... svo þegar Júlía kom í heiminn tók á móti henni áhorfendaskari og klapplið!
Nú er þessi litli ormur orðin sex ára! Ótrúlegt alveg :)
þriðjudagur, september 13, 2005
Ég er'ann!
Ég hef verið klukkuð af henni Söndruðu og skulda víst fimm random staðhæfingar um sjálfa mig:
1. Ég nota skó nr. 39, á örugglega 20 pör... en finnst samt best að vera berfætt.
2. Uppáhalds rauðvínið mitt í heiminum heitir Lindemans Cawarra... mmmmmmm! -Veit samt ekki til þess að það fáist á íslandi.
3. Ég drekk tvo lítra af vatni á hverjum degi, en drekk aldrei vatn með mat.
4. Fyrstu skíðin mín voru fullorðinsskíði sem pabbi sagaði aftanaf. Þau voru úr tré og með leðurbindingum og pabbi nuddaði kertavaxi undir þau til að þau rynnu betur! Fyrstu skautarnir mínir voru líka með tvöföldum járnum.
5. Mig dreymir um að eignast Dodge Durango... en ég myndi aldrei tíma að kaupa bensín á hann.
Ég ætla að klukka Rósu, Ásdísi, Gurrý, Jóhönnu og Kollý. Þið eruð'ann!
Ég hef verið klukkuð af henni Söndruðu og skulda víst fimm random staðhæfingar um sjálfa mig:
1. Ég nota skó nr. 39, á örugglega 20 pör... en finnst samt best að vera berfætt.
2. Uppáhalds rauðvínið mitt í heiminum heitir Lindemans Cawarra... mmmmmmm! -Veit samt ekki til þess að það fáist á íslandi.
3. Ég drekk tvo lítra af vatni á hverjum degi, en drekk aldrei vatn með mat.
4. Fyrstu skíðin mín voru fullorðinsskíði sem pabbi sagaði aftanaf. Þau voru úr tré og með leðurbindingum og pabbi nuddaði kertavaxi undir þau til að þau rynnu betur! Fyrstu skautarnir mínir voru líka með tvöföldum járnum.
5. Mig dreymir um að eignast Dodge Durango... en ég myndi aldrei tíma að kaupa bensín á hann.
Ég ætla að klukka Rósu, Ásdísi, Gurrý, Jóhönnu og Kollý. Þið eruð'ann!
föstudagur, september 09, 2005
Moðða fogga
Fékk bréf frá Lögregluskólanum í dag, svohljóðandi:
"Blablabla, blablabla, blablablabla, allar einkunnir, utan sundeinkunarinnar, eru mjög góðar... blablabla, hvetjum þig til að sækja aftur um að ári".
Að ári. Maður fær einn séns og þarf svo að bíða í ÁR.
Bjóst svosem alveg við þessu, en ég er samt ÓGIZZLEGA svekkt.
ÓGGIZZLEGA!
BLEH!
Fékk bréf frá Lögregluskólanum í dag, svohljóðandi:
"Blablabla, blablabla, blablablabla, allar einkunnir, utan sundeinkunarinnar, eru mjög góðar... blablabla, hvetjum þig til að sækja aftur um að ári".
Að ári. Maður fær einn séns og þarf svo að bíða í ÁR.
Bjóst svosem alveg við þessu, en ég er samt ÓGIZZLEGA svekkt.
ÓGGIZZLEGA!
BLEH!
fimmtudagur, september 08, 2005
Brandari
Í Þykkvabænum
Gamall maður bjó einn í Þykkvabænum. Hann langaði til þess
að stinga upp kartöflugarðinn en það var of mikil
erfiðisvinna fyrir hann. Sonur hans, Bubbi, var sá sem
hjálpaði honum venjulega en Bubbi sat á Hrauninu. Gamli
skrifaði honum bréf og sagði honum frá vandræðum sínum:
"Elsku Bubbi minn. Mér líður hálf-illa því það lítur út
fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn
þetta árið. Ég er að verða of gamall til þess að stinga upp
beðin. Ef þú værir hérna ætti ég ekki í neinum vandræðum
því ég veit að þú mundir stinga upp beðin fyrir mig. Áttu
von á helgarleyfi bráðlega?
Kær kveðja elsku sonur, pabbi."
Eftir örfáa daga, fékk hann bréf frá syni sínum:
"Elsku Pabbi Í GUÐANNA BÆNUM EKKI STINGA UPP GARÐINN!
Ég gróf dópið og byssurnar þar!
Þinn Bubbi. "
Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá
embætti Ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunni og
umbyltu öllum beðunum, en fundu hvorki dóp né byssur. Þeir
báðu gamla manninn afsökunar og hurfu á braut.
Sama daginn fékk hann annað bréf frá syninum:
Elsku pabbi. Við núverandi aðstæður gat ég ekki gert betur.
Þinn elskandi sonur Bubbi.
Í Þykkvabænum
Gamall maður bjó einn í Þykkvabænum. Hann langaði til þess
að stinga upp kartöflugarðinn en það var of mikil
erfiðisvinna fyrir hann. Sonur hans, Bubbi, var sá sem
hjálpaði honum venjulega en Bubbi sat á Hrauninu. Gamli
skrifaði honum bréf og sagði honum frá vandræðum sínum:
"Elsku Bubbi minn. Mér líður hálf-illa því það lítur út
fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn
þetta árið. Ég er að verða of gamall til þess að stinga upp
beðin. Ef þú værir hérna ætti ég ekki í neinum vandræðum
því ég veit að þú mundir stinga upp beðin fyrir mig. Áttu
von á helgarleyfi bráðlega?
Kær kveðja elsku sonur, pabbi."
Eftir örfáa daga, fékk hann bréf frá syni sínum:
"Elsku Pabbi Í GUÐANNA BÆNUM EKKI STINGA UPP GARÐINN!
Ég gróf dópið og byssurnar þar!
Þinn Bubbi. "
Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá
embætti Ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunni og
umbyltu öllum beðunum, en fundu hvorki dóp né byssur. Þeir
báðu gamla manninn afsökunar og hurfu á braut.
Sama daginn fékk hann annað bréf frá syninum:
Elsku pabbi. Við núverandi aðstæður gat ég ekki gert betur.
Þinn elskandi sonur Bubbi.
sunnudagur, september 04, 2005
föstudagur, september 02, 2005
Það er þetta með perurnar
Samkvæmt síðustu könnun forvitnispúkans borðar aðeins helmingur bla-lesara hýðið af peruávöxtum. Það þýðir (samkvæmt mínum stærðfræðiútreikningum, sem eiga það þó oftar en ekki til að vera rangir) að helmingurinn borðar ekki peruhýði.
Nú hlýt ég að spyrja (og pardon my french); "What's up with that??" Hvað er það við peruhýði sem er svona óaðlaðandi? Ég meina... ég skil vel fólk sem borðar ekki hýðið af kíwí, enda geri ég það ekki sjálf. En ég þekki samt fólk sem borðar hýðið af kíwí, eins loðið og það nú er.
En perur??
Samkvæmt síðustu könnun forvitnispúkans borðar aðeins helmingur bla-lesara hýðið af peruávöxtum. Það þýðir (samkvæmt mínum stærðfræðiútreikningum, sem eiga það þó oftar en ekki til að vera rangir) að helmingurinn borðar ekki peruhýði.
Nú hlýt ég að spyrja (og pardon my french); "What's up with that??" Hvað er það við peruhýði sem er svona óaðlaðandi? Ég meina... ég skil vel fólk sem borðar ekki hýðið af kíwí, enda geri ég það ekki sjálf. En ég þekki samt fólk sem borðar hýðið af kíwí, eins loðið og það nú er.
En perur??