miðvikudagur, september 04, 2002

Jæja, þá erum við komin heim úr ferðalaginu okkar til USA. Komum reyndar á sunnudaginn en höfum ekki orku fyrr en í dag til að skrifa ferðasöguna :)
Við lögðum sem sagt af stað á sunnudeginum 25. ágúst og keyrðum til Bangor, Maine á fyrsta deginum. Við fengum fínt ferðaveður, bjart og þurrt mestan hlutann. Daginn eftir keyrðum við í Six Flags skemmtigarðinn sem er alveg ótrúlega flottur með fjóra eða fimm rússíbana, þar á meðal einn sem er víst sá vinsælasti í heiminum. Erna, Selma og Geiri biðu í næstum einn og hálfan tíma í röð til að komast í hann en það var víst hverrar sekúntu virði. Daginn eftir var svo stefnan tekin á Williamsport, Pennsylvaniu til að heimsækja Vince. Þar eyddum við tveimur nóttum og lögðum svo af stað til New York sem var ekki nema rúmlega þriggja tíma keyrsla. Þar var farið í dýragarð og Frelsisstyttan skoðuð, en hún var reyndar lokuð svo við fengum ekki að fara upp. Og labbitúr á hafnarbakkanum á Manhattan í kvöldsólinni. Á laugardeginum lögðum við af stað til Montréal og var meiningin að gista þar. Þegar þangað kom reyndust öll hótelin fullbókuð og við gátum ekki annað gert en að halda áfram keyrslunni í áttina heim og vonast til að fá gistingu á leiðinni. Eftir að hafa stoppað á fimmþúsundáttahundruðogsextíu hótelum á leiðinni (allavega næstum því) sem öll voru full bókuð, gáfumst við upp. Við skiptumst á að keyra og stelpurnar sváfu afturí, en þær stóðu sig ótrúlega vel greyin. Við náðum loks heim um þrjúleitið á sunnudeginum og voru allir mjög þreyttir. Nú vantaði bara viku í viðbót til að hvíla sig heima :) En þetta var allt þess virði og ferðin í alla staði frábær.

Engin ummæli: