Ef það er eitthvað sem þessi vinna hefur kennt mér þá er það að maður skyldi aldrei 'stereó-tæpa' fólk. M.ö.o. ekki vera of fljót að gera sér hugmyndir um persónuna útfrá útlitinu. Maður veit þetta auðvitað í þeóríu en á það samt til að falla í þessa gryfju. Nema hvað, fyrsta dæmið var áðurnefndur trukkabílstjóri sem leit út eins og 'týpískur' trukkabílstjóri... of stórar gallabuxur, snjáð leðurbelti haganlega komið fyrir undir bumbunni, gullkross, eyrnalokkur, opið skyrtuhálsmál... en vildi svo fá klippingu eins og Humphrey Bogart og froðu í hárið. Í gær var ég svo að klippa svona dæmigerðan pönk/töffara. Snjáðar gallabuxur, hlírabolur og tattú upp og niður báða handleggi. Hann var nú bara með svona dæmigerða stutta strákaklippingu, en sá var pikkí! Sagði að síðasti klippari hefði alveg ruglað klippingunni hans. Klippt toppinn örugglega tveimur millimetrum of stutt (af lýsingunni að dæma) og hitt ójafnt (tvö hár voru styttri en öll hin)! Spurði svo hvort ég væri búin að vera lengi klippari... öööööh, nei eiginlega bara nýbyrjuð sko. "-já, það sagði síðasti klipparinn líka!" (no pressure) Ég sagði honum að hafa engar áhyggjur, ég myndi ekki klúðra einu einasta hári og hann fór sáttur út. En ferlega var þetta fyndið... svona gæi sem maður hefði búist við að segði; "bara svona stutt" eða whatever...
Well... you live and learn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli