Settið flogið
Jæja, þá eru gömlu lögð af stað heim á leið. Nú er bara að vona að þau skili sér rétta leið á réttum tíma. Geiri hefur síðustu daga verið óspar á reynslusögurnar um allt vesenið sem hann og aðrir hafa lent í á þessari sömu leið, svona til að peppa þau aðeins upp :)
Nú tekur við að plana gamlárskvöld. Það er nú hægara sagt en gert því gamlárskvöld í Nova Scotia sökkar. Má með sanni segja að það sé leiðinlegasta kvöld ársins. Við Íslendingarnir getum auðvitað ekki sætt okkur við slíkt, enda vön flugeldum og fylleríisrausi fram eftir nóttu, ásamt áramótaskaupum, ættjarðarsöngvum sem sungnir eru þvoglumæltum söng og bláókunnugu fólki sem komið er á trúnaðarstigið og vill endilega fá manns álit á sínum persónulegu vandamálum. Svo við munum væntanlega reyna að troða okkur inn á aðra Íslendinga á svæðinu, eða þá draga þá hingað yfir.
Hvað sem verður er markmiðið aðeins eitt; fjör og meira fjör!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli