Hryllingsmynd schmillingsmynd
Horfðum á fjórar myndir um helgina, enda lítið annað að gera sitjandi inni í snjóskafli. Fyrst varð fyrir valinu Intolerable Cruelty með George Clooney og Catherine Zeta. Ágæt gamanmynd, mátti alveg hlæja að henni. Svo var það Thirteen, drama um vandræðagemlinga (unglinga) fyrir fullorðna. Hún var líka ágæt. Svo horfðum við á Wall Street (þar sem skyndilegur óbilandi áhugi eiginmannsins á hlutabréfamarkaðnum hefur valdið því að hann ræðst á allt sem hann finnur um efnið, fictional eða ekki) með Michael Douglas, Charlie Sheen og Martin Sheen. Var reyndar búin að sjá hana á sínum tíma og hún eltist bara ekkert svo illa. Að lokum var það svo Cabin Fever (supposedly hryllingsmynd). Þvílík bull og vitleysis mynd að það hálfa væri nóg. Fær -4 stjörnur.
Nú er búið að moka okkur út úr skaflinum svo ætli maður neyðist ekki til að fara að vinna eða eitthvað.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli