Ammmæli
Hér var mikið fjör í gærkvöldi og nótt. 7 stelpur, 13-14 ára í afmælispartýi hjá Ernu með pizzum, ís, vídeóglápi og tilheyrandi. Ég mokaði þeim svo út í tjald um miðnætti og þar var skvaldrað til ca 3-4. Svo eldaði ég morgunmat ofaní liðið í morgun og nú eru þær farnar. Ótrúlegt hvað er mikill munur á 12 ára og 14 ára. Þegar Selma varð 12 voru þvílík læti og hamagangur, öskur og ég veit ekki hvað í stelpunum og við gátum ekki beðið eftir að afmælið væri búið (þó var það bara í 3 tíma). En svo vissi maður ekki af þessum sem voru hérna í gær.
Nú er Júlía farin í afmæli með pabba sínum og Erna er að fara í mollið að eyða peningunum sem hún fékk í afmælisgjöf ;)
Selma eyddi nóttinni hjá vinkonu sinni... nennti sko ekki að hanga í kringum systur sína og hennar lið!
Svo ætli maður reyni ekki bara að leggja sig, enda ekki mikið sofið síðustu nótt. Ég svaf reyndar niðri þar sem stelpurnar tjölduðu fyrir utan svefnherbergisgluggann okkar. Geiri vildi freista þess að sofa í hjónarúminu en endaði uppi í Selmu rúmi eftir að hafa gefist upp á blaðrinu fyrir utan :)
Svo stendur til að skoða mannlífið í miðbænum í kvöld, hann er að fara í steggjapartý og ég ætla að skreppa niður á höfn með stelpum úr vinnunni. Það er hellingur að gerast núna í bænum, höfnin full af skipum (Tall Ships), farandlistamenn um allt (Buskers) og veðrið frábært. Fór í 33 stig í gær.
Svo skál í Corona og pikkumst síðar!
1 ummæli:
Já til hamingju með Ernu Sif.... Á þriðjudag! Eftir síðasta afmælisklúðrið mitt er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig ;)
Skrifa ummæli