Fór á snilldar tónleikar á Nasa í gær þar sem Hjálmar tróðu upp ásamt KK og Megasi. Hjálmar voru hrikalega góðir og spiluðu allan tímann. KK var frábær og Meistarinn sjálfum sér líkur. Megas spilaði reyndar allt of stutt, ekki nema hálftíma eða svo, en hann var þó í góðu formi (á Megasar mælikvarða) og þessi hálftími var vel nýttur :)
Rúllaði svo á hjólinu í dag austur að Geysi þar sem bifhjólafólki var boðið í kaffi og með'ðí. Yndislegt veður, en trufluð umferð í bæinn.
Talandi um hjálma... þið vitið hvernig framrúðan verður á keyrslu úti í sveit á sumrin. Well, þið ættuð að sjá hjálminn minn eftir hjólatúrinn í dag *bjakk!*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli