Labbi-labb... og meira labb
Jæja, senn líður að göngunni miklu. Ætla að dóla mér norður á morgun og vona að ég fái tjaldstæði, en það er víst íþróttamót á Akureyri akkúrat núna um helgina. Í versta falli sefur maður bara í bílnum.
Gangan hefst klukkan 8:00 á laugardagsmorgun og er reiknað með að henni ljúki um svipað leiti á sunnudagsmorgun. Gengnir verða 24 tindar (að meðaltali einn tindur á klukkutíma), leiðin er tæpir 50 km. og samanlögð hækkun um 4000 metrar (u.þ.b. tveir Hvannadalshnjúkar).
Ég veit eiginlega ekkert hvað ég er að fara útí, svo það verður bara að koma í ljós hvort ég næ að klára þetta :)
Fólki er allavega í sjálfsvald sett hversu langt það fer og verður ferjað niður í byggð ef á þarf að halda.
Nú er bara að vona að hann hangi þurr og maður fái þokkalegt skyggni yfir þessar fallegu sveitir þarna í kring. Ekki spennandi tilhugsun að ganga í 24 tíma í þoku.
Frekari fréttir fylgja eftir helgi og vonandi ein eða tvær myndir líka :)
2 ummæli:
Þú ert klikk.
Gangi þér vel og vonandi kemstu alla leið.
þú ert mögnuð!
bara það að leggja af stað í svona göngu er sigur útaf fyrir sig...! ekki myndi ég þora ;)
Skrifa ummæli