Páskeggar
Nú eru tæpar fjórar vikur þangað til við leggjum í'ann til Íslands. Lendum daginn fyrir páska og komum beint í sukk-ulaðið. Stelpurnar hlakka auðvitað þvílíkt til (við fullorðningarnir kannski líka smá). Efst á tilhlökkunarlistanum er ýsa með kartöflum, rúgbrauð og skyr (og svo verður ágætt að hitta fjölskylduna líka :)
Svo er auðvitað ferming inni í þessu öllu líka, með fjölskyldumyndatöku og tilheyrandi. Kannski ekki í frásögur færandi nema hvað við höfum aldrei farið í fjölskyldumyndatöku áður, svo kannski er kominn tími til áður en maður verður orðinn allur hrukkóttur og gráhærður.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli