Furðufiskar
Á mánudaginn var 6 stiga hiti (eða kuldi öllu heldur). Í gær var 32 (já, þrjátíuogtveggja) stiga hiti og rakamolla! Ég býst við að sumarið sé komið, og það all harkalega. Annars er best að vera ekki of bjartsýnn, það er búið að spá lélegu sumri hjá okkur :(
Annars vorum við að kaupa veiðileyfi og planið er að fara að veiða um helgina. Það ætti að verða fróðlegt, hér fæst ekkert nema vatnakarfar og leirgeddur svo það er spurning hvort maður þori að landa ef eitthvað bítur á. Annars á víst að vera hægt að krækja í sjóbirting á þessum árstíma, ef maður fer í árnar.
Allavega, ég pósta myndir eftir helgina ef eitthvað skrýtið veiðist :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli