þriðjudagur, júní 29, 2004

Og kallinn prumpar svooooona...

Um daginn minntist ég á sjúkrahúsnærbuxur sem lífgað var uppá með litum og bróderíngum. Ekkert slær þó út því sem ég rakst á í dag.

Hér er hægt að kaupa nærbuxur sem eyða prumpulykt! Prumpið fer í gegnum filter sem inniheldur virkt kolefni og kemur svo lyktarlaust út hinum megin. Nú geta semsagt allir prumpað skammarlaust, án þess að eiga á hættu að fólk gretti sig og taki fyrir nefið. Brókin kostar frá 19.95 dollurum (plús skatt) og endist í u.þ.b. eitt ár. Filterinn er hægt að skipta um (í dýrari gerðunum) og endist hver filter í nokkrar vikur upp í nokkra mánuði, allt eftir því hversu mikið mæðir á þeim.

Skyldi einhver vera kominn með umboð fyrir þetta á Íslandi?

(Þessi mynd var á síðunni hjá þeim. Sjáiði bara hvað maðurinn er áhyggjulaus með bókina sína, á meðan konan sefur vært við hlið hans! Það er alveg ljóst að þetta mun breyta lífum okkar allra.)



Allt annad lif! Posted by Hello

Engin ummæli: