Til hamingju
Sögulegur viðburður átti sér stað nú í morgun þegar dýr af annari tegund en Homo Sapiens var ráðið til starfa bæjarstjóra í bæjarfélagi hér á landi. Um er að ræða stóran og stæðilegan blöðrusel; Cystophora cristata, og er dýrið karlkyns.
Reyndar hafa áður verið ráðin til ýmissa embættisstarfa aðrar tegundir en Homo Sapiens. Má þar helst nefna apa ýmiskonar, t.d. simpansa; Pan Troglodytes. Einnig gegna allmargir asnar; Equus asinus, ábyrgðarstöðum víða um land.
En ég óska hérmeð blöðruselnum velfarnaðar í starfi. Ekki veitir af fjölbreytninni í fánu landsins.
Cystophora Cristata
1 ummæli:
Bwahahahahaha....
þarna komust með það! Ég hef aldrei verið með það á hreinu af hvaða tegund þetta kvikindi er, en þakka þér fyrir að fræða mig ;)
Skrifa ummæli