Góðan dæinn!
Eitt af því sem flest íslensk börn í útlöndum eiga sameiginlegt er að vera tvítyngd (furðulegt orð!). Jæja, Júlía setur nýja merkingu í þetta orð. Hér á eftir fara samræður sem fóru okkar á milli á heimleið úr leikskólanum um daginn:
Júlía: "Mamma... pabbinn hennar Amanda (fóstra) á leikskólanum er dæinn".
Mamma: "Nú, æ hvað það var sorglegt"
Júlía: "Ja-á. En... I wonder af hverju hann var að dæja. Maybe hann var hit by a car!"
Mamma: "Neeeei, heldurðu það? Kannski var hann bara orðinn gamall og lasinn?"
Júlía: "Já, maybe hann var gamall og broken (ónýtur)... eða maybe hann var að borða eitthvað bad!
Mamma: "Heldurðu það?"
Júlía: "Já! Maybe hann var að borða BUGS! Og maybe hann var allergic to bugs! Og þessvegna hann var að dæja. Ein stelpa á leikskólanum mínum er allergic to blueberries."
- Þannig enduðu vangaveltur hennar um dánarorsök þessa manns.
Og svo er fólk hissa á því að við ætlum ekki að eiga fleiri krakka!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli