mánudagur, júní 03, 2002

Jæja, mér sýnist þetta vera barasta í góðu lagi. Svona er nú tæknin dásamleg (nema þegar hún er að stríða okkur). Annars datt mér í hug að hafa þetta sem svona nokkurs konar dagbók... eða vikubók eða eitthvað. Lítil von til þess að ég nenni að skrifa á hverjum degi, hvað þá að ég hafi eitthvað merkilegt að segja! En kannski ég noti þetta til að skrifa svona hversdagslega hluti sem gaman er að deila með öðrum en verða kannski útundan þegar maður er að tala í símann eða senda tölvupóst.
Eigum við þá að byrja? Ok... dagur eitt, kæri Jóli...
Nú er barasta kominn þriðji júní og ég eiginlega neita að trúa því. Þetta síðasta hálfa ár eða svo hafa mánuðirnir hreinlega flogið áfram svo hratt að það hálfa væri yfirdrifið! Og í hverjum mánuði segir maður; ég TRÚI EKKI að það sé kominn febrúar..mars...apríl...o.s.frv! En það hlýtur að vera gott, ekki satt? Time sure is fun when you're having flies (sagði froskurinn). Allavega, Geiri fór til Atlanta í dag og skildi okkur al-fjórar eftir (nú lítur Kría á mig með vanþóknun því ég taldi hana ekki með). Businessferð að sjálfsögðu, gaman gaman. Við náttúrulega höldum bara okkar striki stelpurnar, allar í skóla/leikskóla og nóg að gera. Annars er nú að koma háttatími hérna, klukkan að verða tíu og farið að vega að átta tíma svefninum. Kannski maður reyni að læra af slæmri reynslu og fara að sofa, þó það sé freistandi að vaka aaaaaðeins lengur. Búin að fá svoleiðis kæruleysi aðeins of oft í hausinn daginn eftir :) Svo ég segi bara góða nótt.
Haldénú! Jæja, skyldi þetta nú virka?