þriðjudagur, júní 13, 2006

Uppgjör síðustu vikna

Geðveikin: Roger Waters tónleikarnir!
Vitleysan: Snjór í Esjunni
Böggið: Uppselt á Ísland-Svíþjóð
Pirrið: Vírussýking í auganu
Uppgötvunin: Það ER geislaspilari í bílnum (og maður þarf að opna frontinn til að finna hann)
Endurvakningin: Geisladiskurinn "Hrekkjusvínin"
Kúlið: Veiðileyfi í 23 vötnum á 5000 kjell
And-kúlið: Veðrið (er ekki hægt að kæra einhvern?)
And-til-hlakkið: Stelpurnar fara til Kanada í Júlí :(
Til-hlakkið: Stelpurnar fara til Kanada í Júlí ;)
Afsakið hlé

Vegna tæknilegra örðugleika hef ég ekkert getað bloggað undanfarið. Nettengingin fór í skrall og eftir þriggja sólarhringa trouble shooting með hjálparlið Hive á línunni, auk tveggja innlagna á tölvuspítala fyrrnefnds hjálparliðs, lítur út fyrir að garmurinn sé sýkt af einhvers konar vírus sem blockar tenginguna. Jú, ég er með vírusvörn en get ekki uppfært hana þar sem ég get ekki tengst netinu.

Nú blogga ég á nýjasta fjölskyldumeðliminn; HP laptop sem elsta heimasætan eignaðist um daginn. Er búin að kalla út læknavaktina fyrir þá gömlu, svo hún kemst vonandi í lag á næstu dögum.