þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Frétt vikunnar

Tóti Trúður hefur tilkynnt að hann hafi hug á að gerast borgarstjóri í henni Reykjavík. Ku hann hafa fengið 47% fylgi í skoðanakönnun, sem verður nú bara að teljast nokkuð gott!

Aðaláherslur Tóta í borgarmálum munu meðal annarra verða þær að allir skulu á laugardögum skarta rauðu nefi og enginn megi nota skó undir stærð 46.

Blaðrarinn óskar Tóta hérmeð velfarnaðar í starfi, enda efast ég ekki um að hann nái stólnum. Það væri svo innilega í stíl við annað í þessu blessaða stjórnkerfi okkar.

mánudagur, ágúst 29, 2005

:)

Til hamingju, Bobby og Jóhanna með litluna ykkar! Krílið fæddist í gær, eftir ansi langa bið og mikið púl. Myndarstelpa, 15 og hálf mörk og 53cm.

sunnudagur, ágúst 28, 2005

...

When you try your best but you don't succeed
When you get what you want but not what you need
When you feel so tired but you can't sleep
Stuck in reverse

And the tears come streaming down your face
When you lose something you can't replace
When you love someone but it goes to waste
Could it be worse?

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

And high up above or down below
When you're too in love to let it go
But if you never try you'll never know
Just what you're worth

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Verðlaunin ekki af verri endanum!

Af visir.is:

"Björn bestur í hrútaþukli"

"Eftir harða keppni hrósaði Björn Þormóður Björnsson, bóndi og kjötmatsmaður á Ytra-Hóli í Vindhælishreppi, sigri á Meistaramótinu í hrútadómum í Sævangi á Ströndum á sunnudag. Hann hlaut meðal annars 15 skammta af hrútasæði í verðlaun."

"Björn heldur nokkrar kindur en vill ekki láta uppi um fjölda þeirra. "Þetta er innan skynsemismarka," segir hann og viðurkennir um leið að aðalverðlaunin, 15 skammtar af hrútasæði frá Sauðfjársæðingastöð Vesturlands, komi að góðum notum."

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

I need a hug...

Var að klára prófið. Gekk vel í bóklega fyrir hádegi (íslenska, enska, danska og almennar þekkingaspurningar) og eins framanaf í púlinu eftir hádegi (meira að segja þó þeir þyngdu bekkpressuna!). Endaði svo á því að falla á sundprófinu, fór 17 sek. yfir tímann.

Ætla samt ekki að leggjast í þunglyndi strax, á von á bréfi með niðurstöðunum á næstu dögum og fæ þá að vita meira um framhaldið ef eitthvað verður.

Adios.

mánudagur, ágúst 22, 2005

Time for the rest of the world to know...

Jæja, þá er fjögurra mánaða bið á enda... á morgun mun ég þreyta þetta próf.

Nú eiga allir að krossleggja fingurna fyrir mig og senda mér fullt af góðum 'vibes'. (Gáfustrauma fyrir hádegi og kraftastrauma eftir hádegi, takk!)

Ekki veitir af, því af 115 umsækjendum stendur til að taka inn 32! -Þá kemur í ljós hvort allt spriklið í ræktinni hefur skilað sér.

Læt ykkur vita hvernig gengur :)

(Ég vona samt að það verði ekki prófað í kleinuhringjaáti, er ekkert sérstaklega hrifin að þessháttar fóðri)


laugardagur, ágúst 20, 2005

Viljiði ekki höggva af mér handlegginn líka?

Hvernig má það vera að í landi þar sem er almenn skólaskylda, sé ekkert þak á álangningu á skólavörur? Ritfangaverslanir og aðrar búðir sem selja skóladót, okra á því eins mikið og þeim þóknast og mokgræða fyrir vikið. Ég man að í fyrra eyddi ég 15000 kalli í ritföng fyrir Ernu og Selmu, og það voru bara blöð, stílabækur og skriffæri sem þær vantaði uppá, af því þær voru að koma inn í skólann á miðjum vetri. Ég meina kommon, hvað haldið þið að blýantur kosti í framleiðslu? Eða nokkur lausblöð eða plastmappa? Skít og kanil, that's how much!

Nú er Júlía að byrja í skólanum og þurfti auðvitað að fá sína skólatösku og tilheyrandi. Bara taskan kostaði yfir 8000. Af því að ég vildi almennilega tösku með góðu baki og axlarólum, en allt undir þessu verði voru bara einhverjar pokatuðrur. Bara pennaveskið (sem reyndar innihélt liti, blýanta o.s.frv.) kostaði 2000 kall! Og það var sko ekki það dýrasta. Svo er blaða- og stílabókadótið eftir.

Þetta stefnir þessvegna hátt í 20. þúsundið fyrir eina sex ára skottu sem er að byrja í skóla. Og þá er ekki talin ný úlpa, skór, húfur, vettlingar o.s.frv. (Eins gott að fara að taka fram prjónana)

Mér finnst þetta algjörlega út í hött (voruð þið kannski búin að fatta það). Mér finnst að það eigi klárlega að setja þak á álagningu á þessar vörur sem við komumst ekki hjá að kaupa á hverjum vetri. Og hananú!


föstudagur, ágúst 12, 2005

Huh?

Í útvarpinu hljómar þessa dagana auglýsing, einhvern vegin svona:

"Vissir þú að lambalærissneiðarnar frá okkur eru eingöngu úr miðlærinu?"

Nú lýg ég engu þegar ég segi að ég fylgdist mjög vel með í náttúrufræðitímum á sínum tíma, enda flestar greinar hennar í uppáhaldi. Ég get samt svarið að aldrei hef ég heyrt um lömb með þrjú læri.

Þarf að skoða þetta eitthvað betur við tækifæri.



sunnudagur, ágúst 07, 2005

Smælað framaní heiminn

Hvað er með þetta kolbrjálaða veður?! Arfavitlaust rok og rigning búið að skekja allt hérna síðan í gærkvöldi. Rimlagardínan í svefnherberginu hjá mér stóð lárétt út í loftið og ég beið eftir að fá húsgögnin af svölunum í gegnum gluggann. Ég var reyndar voða fegin að þurfa ekki að mæta í vinnuna í morgun, fátt eins gott og að kúra undir sæng og hlusta á lætin úti.

Maður fer víst ekki í berjamó í dag... en þau verða þá bara orðin stærri og feitari um næstu helgi.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Varúð! Ljótt!

Hössi bróðir var að verða 'afi'!! :D


þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Kúlasti markvörðurinn!!