þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Frétt vikunnar

Tóti Trúður hefur tilkynnt að hann hafi hug á að gerast borgarstjóri í henni Reykjavík. Ku hann hafa fengið 47% fylgi í skoðanakönnun, sem verður nú bara að teljast nokkuð gott!

Aðaláherslur Tóta í borgarmálum munu meðal annarra verða þær að allir skulu á laugardögum skarta rauðu nefi og enginn megi nota skó undir stærð 46.

Blaðrarinn óskar Tóta hérmeð velfarnaðar í starfi, enda efast ég ekki um að hann nái stólnum. Það væri svo innilega í stíl við annað í þessu blessaða stjórnkerfi okkar.

1 ummæli:

Asdis sagði...

Bwahahahahaha...

kúl mynd af honum!