þriðjudagur, ágúst 23, 2005

I need a hug...

Var að klára prófið. Gekk vel í bóklega fyrir hádegi (íslenska, enska, danska og almennar þekkingaspurningar) og eins framanaf í púlinu eftir hádegi (meira að segja þó þeir þyngdu bekkpressuna!). Endaði svo á því að falla á sundprófinu, fór 17 sek. yfir tímann.

Ætla samt ekki að leggjast í þunglyndi strax, á von á bréfi með niðurstöðunum á næstu dögum og fæ þá að vita meira um framhaldið ef eitthvað verður.

Adios.

2 ummæli:

Asdis sagði...

Við vonum það besta að 17 sekúndur yfir tíma í sundi sé ekki eitthvað sem skiptir mestu máli í heiminum. Annars ferðu bara að æfa sprettsund á fullu og tekur prófið aftur við næsta tækifæri!

Nafnlaus sagði...

Oooooo pirrandi, vonandi eru gefin stig fyrir hvert atriði og reiknað út frá meðaltali. Náðu allir þessu sunddæmi þó? ekki get ég ímyndað mér þig nema flugsynda og eldsnögga, búin að þekkja þig í mörg ár en aldrei séð LOL. En hugsa til þín og krossa fingur, kveðja Gurrý