Smælað framaní heiminn
Hvað er með þetta kolbrjálaða veður?! Arfavitlaust rok og rigning búið að skekja allt hérna síðan í gærkvöldi. Rimlagardínan í svefnherberginu hjá mér stóð lárétt út í loftið og ég beið eftir að fá húsgögnin af svölunum í gegnum gluggann. Ég var reyndar voða fegin að þurfa ekki að mæta í vinnuna í morgun, fátt eins gott og að kúra undir sæng og hlusta á lætin úti.
Maður fer víst ekki í berjamó í dag... en þau verða þá bara orðin stærri og feitari um næstu helgi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli