föstudagur, ágúst 12, 2005

Huh?

Í útvarpinu hljómar þessa dagana auglýsing, einhvern vegin svona:

"Vissir þú að lambalærissneiðarnar frá okkur eru eingöngu úr miðlærinu?"

Nú lýg ég engu þegar ég segi að ég fylgdist mjög vel með í náttúrufræðitímum á sínum tíma, enda flestar greinar hennar í uppáhaldi. Ég get samt svarið að aldrei hef ég heyrt um lömb með þrjú læri.

Þarf að skoða þetta eitthvað betur við tækifæri.



1 ummæli:

Asdis sagði...

Bwahahahaha...

minnir mig á konuna sem fór í kjötbúðina og keypti hálfan lambaskrokk. Svo hringdi hún stuttu seinna voða hissa og spurði af hverju það hefði bara verið eitt læri á skrokknum ;-)

Jú, eða konan sem ætlaði að fá hálfan nautsskrokk og þegar hún var spurði hvernig hún vildi fá hann niðurskorinn þá sagði hún: "Get ég ekki fengið þetta allt í lundum?"