sunnudagur, mars 28, 2004

Hvað er þetta hvíta?

57% af þeim heilu sjö sem kosið hafa hér vinstra megin, vilja meina að vorið sé komið. Ég er ekki ein af þessum 57%. Ég er ekki frá því að það hafi eitthvað að gera með allan þennan SNJÓ sem enn liggur hér um allar jarðir. Þið getið ímyndað ykkur hvað hann er orðinn aðlaðandi eftir að hafa legið í tvo mánuði, þiðnað og frosið á víxl og sankað að sér drullu og skít. Lovely.

Að öðru leiti er vorinu ekkert að vanbúnaði, það er farið að hlýna og sólin að skína (voða var þetta ljóðrænt hjá mér) og maður vaknar við fuglasöng á morgnana, sem er kærkomin tilbreyting frá krákugargi.

Annars er kallinn að fara að stinga af til Seattle í fyrramálið. Verður reyndar ekki nema fjóra daga í þetta sinn. Maður lætur sig hafa það, enda styttist nú heldur betur í Íslandsferðina... bara 12 dagar eftir! Vúhú!

Eitt í lokin af litla Kanadíngnum henni Júlíu. Hún á það jú til að blanda aðeins tungumálunum og þýða sjálf á milli. Um daginn var hún að þvo sér um hendurnar inni á baði þegar heyrðist í henni; Oh, meeeen... NEINA handklæði og NEINA sápa!

sunnudagur, mars 21, 2004

Stal þessu af síðunni hennar Gurrýar:

The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.

I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.

Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.

I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.

Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.

Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.

He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.

It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.

She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.

He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.

I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.

On with the butter!!! = Áfram með smjörið!

I will find him on the beach. = Ég skal finna hann í fjöru.

Let´s show them were David bought the beer. = Sýnum þeim hvar Davíð keypti ölið.

Svo var það Íslendingurinn sem var staddur í Færeyjum ef ég man rétt, ásamt mönnum af nokkrum þjóðernum. Hann var að segja frá einhverju og klykkti út með; "...I won't sell it more expensive than I bought it...!"

miðvikudagur, mars 17, 2004

Bara alveg sátt við þetta...

whiskey
You're a Shot of Whiskey!


What Type of Alcoholic Beverage Are You?
brought to you by Quizilla

mánudagur, mars 15, 2004

Páskeggar

Nú eru tæpar fjórar vikur þangað til við leggjum í'ann til Íslands. Lendum daginn fyrir páska og komum beint í sukk-ulaðið. Stelpurnar hlakka auðvitað þvílíkt til (við fullorðningarnir kannski líka smá). Efst á tilhlökkunarlistanum er ýsa með kartöflum, rúgbrauð og skyr (og svo verður ágætt að hitta fjölskylduna líka :)

Svo er auðvitað ferming inni í þessu öllu líka, með fjölskyldumyndatöku og tilheyrandi. Kannski ekki í frásögur færandi nema hvað við höfum aldrei farið í fjölskyldumyndatöku áður, svo kannski er kominn tími til áður en maður verður orðinn allur hrukkóttur og gráhærður.

sunnudagur, mars 07, 2004

Jæja, hvað í ósköpunum er nú...

þetta?!