sunnudagur, október 28, 2007

Gleðilegan vetur

Mér fannst fyrsti vetrardagur reyndar tekinn full hátíðlega, þó snjórinn hafi vissulega lífgað upp á skammdegið. Í 'myndir' hérna til hægri má finna nokkrar frá helginni.

föstudagur, október 19, 2007

Dásamleg frétt

(Til að fyrirbyggja allan misskilning skal tekið fram að þetta var ekki ég)

"Lögregla var kölluð að fjölbýlishúsi í Kópavogi upp úr miðnætti, þar sem kona var út á svölum og öskraði. Hún tjáði lögreglumönnunum að hún birgði svo mikla reiði inni í sér að hún yrði að öskra, hverju sem tautaði og raulaði.

Lögreglumennirnir höfðu skilning á því og buðu henni í bíltúr út fyrir bæinn til að klára málilð, sem hún þáði. Eftir að hafa öskrað nokkra stund uppi í Heiðmörk, var hún tilbúin til að fara heim að sofa, og hefur ekki verið kvartað meira undan henni síðan."


(af visir.is)


sunnudagur, október 14, 2007

Vá, vá, vá...

Ég komst að því í gær að ég er ekki orðin nógu gömul til að sitja og hlusta á tónleika. Hefði kunnað betur við mig í þvögu uppvið svið þar sem ég hefði allavega getað hreyft mig aðeins í takt. Það er bara eitthvað kjánalegt við að sitja kyrr á rassinum og hlusta á tónlist sem maður er á annað borð að fíla í botn.

Tónleikarnir voru engu að síður tær snilld! Megas í góðu formi og þvílíkt safn af listamönnum sem spiluðu með honum... vaaaaaá. Númer eitt var Guðmundur Péturs á gítar og hólí krapp hvað hann var góður. Restina skipuðu meðlimir Hjálma sem eru auðvitað allir snillingar.

Jólanáttburður

Vælir útí
Veðr' og vindum
Vetrarnætur-

Langt meðan
Ljótir kallar
Liggja mömmu

Og pabbi'í druslum
Dauð'r í kompu'
Úr drykkju liggur

Hlandbrunnið
Braggabarn
Í barnavagni

miðvikudagur, október 03, 2007

Love is in the air...

Sumir segja að haustið sé rómantískasta árstíðin með sína fallegu liti og rjóðan kvöldhiminn. Þetta sannaðist í morgun, þegar ég vaknaði við þennan fallega ástarsöng fyrir utan gluggann.

Maður fær bara tár í augun.