sunnudagur, október 14, 2007

Vá, vá, vá...

Ég komst að því í gær að ég er ekki orðin nógu gömul til að sitja og hlusta á tónleika. Hefði kunnað betur við mig í þvögu uppvið svið þar sem ég hefði allavega getað hreyft mig aðeins í takt. Það er bara eitthvað kjánalegt við að sitja kyrr á rassinum og hlusta á tónlist sem maður er á annað borð að fíla í botn.

Tónleikarnir voru engu að síður tær snilld! Megas í góðu formi og þvílíkt safn af listamönnum sem spiluðu með honum... vaaaaaá. Númer eitt var Guðmundur Péturs á gítar og hólí krapp hvað hann var góður. Restina skipuðu meðlimir Hjálma sem eru auðvitað allir snillingar.

Jólanáttburður

Vælir útí
Veðr' og vindum
Vetrarnætur-

Langt meðan
Ljótir kallar
Liggja mömmu

Og pabbi'í druslum
Dauð'r í kompu'
Úr drykkju liggur

Hlandbrunnið
Braggabarn
Í barnavagni

Engin ummæli: