þriðjudagur, september 23, 2003

Má ég borða nestið þitt?

Ég er búin að komast að því að þegar kemur að skemmtilegum reynslusögum úr klippiheiminum, þá á Suzanne vinninginn. Einu sinni var hún að klippa konu og hér á eftir fara samræðurnar sem þeirra fóru á milli;

Kona (kemur auga á nestið hennar Suzanne): "What's that?"
Suzanne: "That? That's my lunch"
Kona: "What is it?"
Suzanne: "Eeehhh... an apple and a sandwich"
Kona: "Can I eat it?"

Suzanne var svo hissa að hún leyfði konunni að borða nestið sitt. Konan borðaði nestið, borgaði fyrir klippinguna með innistæðulausum tékka, þakkaði fyrir sig og fór...!

miðvikudagur, september 17, 2003

Pant aldrei lenda í svona!

Suzanne sem vinnur með mér er búin að vera að klippa í einhver tuttugu ár eða svo og hefur auðvitað lent í ýmsu. Einu sinni var hún að klippa blindan mann og var á fullu að spjalla við hann á meðan. Þegar hún var búin lyfti hún upp speglinum sínum eins og venjulega og sagði; Well, how does that look?
Maðurinn svaraði að bragði; Looks good from what I can see!



föstudagur, september 12, 2003

Jæja, ég fór með Júlíu í vinnuna til pabba hennar og í lyftunni var kona að tala við hana (bara við þrjár í lyftunni). Nema hvað þessi kona er með voðalega ljótar og skakkar tennur. Hún er eitthvað að kjá framan í Júlíu og Júlía starir bara á móti... bendir svo á konuna og spyr; "Do you have a loose tooth?"

Kids; gotta love them...