sunnudagur, maí 25, 2003

Fleiri mikilvægar upplýsingar:

Fiðrildi geta bragðað með fótunum (?!?)

Kvak andar bergmálar ekki og enginn veit hvers vegna (spooky!)

Að meðaltali kafna 100 manns á kúlupennum árlega (jájá, alltaf í boltanum)

Fílar eru einu dýrin sem geta ekki hoppað (hahaha, ímyndaðu þér fíl að hoppa)

Það er mögulegt að leiða kýr upp tröppur en ekki niður (ókey þá)

Það er líkamlega ómögulegt að sleikja olnbogan á sjálfum sér (ó...key)

Augun á okkur eru alltaf jafn stór frá fæðingu, en nefið og eyrun hætta aldrei að vaxa (pælið í því ef það væru augun sem aldrei hættu að vaxa :)

Allir ísbirnir eru örvhentir (meinarðu ekki... örfættir)

Forn-egypskir prestar plokkuðu ÖLL hár af líkamanum, líka augnbrúnirnar og augnhárin (plokka af sér augnhárin... ái!)

Augun í strútum eru stærri en heilinn í þeim (hehehe)

Krókódílar geta ekki rekið tunguna út (athyglisvert)

Sígarettukveikjarinn var fundinn upp á undan eldspýtunum (og eldspýtur voru fundnar upp hvers vegna?)

Ameríkanar borða að meðaltali 18 ekrur af pizzu hvern einasta dag (yikes!)

Næstum allir sem lesa þetta bréf munu reyna að sleikja á sér olnbogan. Þú reyndir að sleikja á þér olnbogan, er það ekki? ;)

laugardagur, maí 10, 2003

Rakst á þessar mikilvægu upplýsingar á netinu:

-Með því að stunda kynlíf brennir þú 360 kaloríum á klukkutíma (World Class hvað...? :)

-Flestir rauðhærðir fæðast í Skotlandi eða 11% af öllum fæðingum (ætti engum að koma á óvart)

-Ekki er ráðlegt að éta tunguna út ísbjörnum, vegna hættu á A vitamín eitrun (sjitt... og þetta segið þið mér NÚNA)

-Það eru að meðaltali 259 rúsínur í kassa af Raisin Bran (aha! ...en hvað eru margar bran flögur?)

-13 manns létu lífið á seinasta ári í USA völdum þess að "nammi sjálfsalar" féllu ofan á það (fyrr má nú vera græðgin)

-Þrjú verðmætustu vörumerki heimsins eru Marlboro, Coca Cola og Budwizer, í þessari röð (hey, við erum bara mannleg og höfum öll okkar veikleika)

-Meðal stærð brjóstahaldara í dag er 36C en var 34B fyrir 10 árum (getur einhver stafað SILICONE)

-NASA í USA eyddi 1 milljón dollara í hönnun á Space Pen svokölluðum sem hægt var að nota í þyngdarleysi, Rússar leystu þetta með því að notast við blýanta (HAHAHAHAHA!)

-Tunga gíraffa er u.þ.b. 22 tommu löng, svört með bleikum doppum (nú get ég hætt að vera andvaka yfir að velta þessu fyrir mér)

-Það er kona sem talar fyrir Bart Simpson (meikar sens þegar þú spáir í það...)

-Það eru 336 dældir í golfkúlu (ókey þá)

-Konur blikka augunum næstum tvisvar sinnum oftar en karlmenn (það er af því að við erum svo mikil krútt ;)

föstudagur, maí 02, 2003

Hingað ruddust inn menn, klæddir gulum geimbúningum og fóru um allt hús með pípandi leitartæki. Við köstuðum okkur í gólfið og hugsuðum; ó, nei... þeir fundu okkur!!
Þetta var dramatíska útgáfan. Viljiði leiðinlegu útgáfuna líka? Ok. Einhverjum snillingnum í götunni datt í hug að hella bensíni niður í niðurfall hjá sér. Afleiðingin var megn bensínstybba sem lagði um öll nágrannahúsin, að okkar meðtöldu. Slökkviliðið mætti á staðinn og gekk hús úr húsi, íklætt gulum hlífðarbúningum með hanska, hjálma og einn með gasgrímu (með tilheyrandi soghljóðum). Sá grímuklæddi gekk um með mæli til að reyna að finna upptökin og ganga úr skugga um að gufurnar sem við vorum að anda að okkur væru undir hættumörkum. Okkur var svo ráðlagt að leita skjóls hjá vinum og vandamönnum ef einhver væri heilsuveill í húsinu, en opna gluggana ella. Þar sem við erum auðvitað öll við hestaheilsu, brugðum við á síðara ráðið og fórum að sofa eftir þessa annars ágætu tilbreytingu við venjulegheit hversdagsleikans.