laugardagur, maí 10, 2003

Rakst á þessar mikilvægu upplýsingar á netinu:

-Með því að stunda kynlíf brennir þú 360 kaloríum á klukkutíma (World Class hvað...? :)

-Flestir rauðhærðir fæðast í Skotlandi eða 11% af öllum fæðingum (ætti engum að koma á óvart)

-Ekki er ráðlegt að éta tunguna út ísbjörnum, vegna hættu á A vitamín eitrun (sjitt... og þetta segið þið mér NÚNA)

-Það eru að meðaltali 259 rúsínur í kassa af Raisin Bran (aha! ...en hvað eru margar bran flögur?)

-13 manns létu lífið á seinasta ári í USA völdum þess að "nammi sjálfsalar" féllu ofan á það (fyrr má nú vera græðgin)

-Þrjú verðmætustu vörumerki heimsins eru Marlboro, Coca Cola og Budwizer, í þessari röð (hey, við erum bara mannleg og höfum öll okkar veikleika)

-Meðal stærð brjóstahaldara í dag er 36C en var 34B fyrir 10 árum (getur einhver stafað SILICONE)

-NASA í USA eyddi 1 milljón dollara í hönnun á Space Pen svokölluðum sem hægt var að nota í þyngdarleysi, Rússar leystu þetta með því að notast við blýanta (HAHAHAHAHA!)

-Tunga gíraffa er u.þ.b. 22 tommu löng, svört með bleikum doppum (nú get ég hætt að vera andvaka yfir að velta þessu fyrir mér)

-Það er kona sem talar fyrir Bart Simpson (meikar sens þegar þú spáir í það...)

-Það eru 336 dældir í golfkúlu (ókey þá)

-Konur blikka augunum næstum tvisvar sinnum oftar en karlmenn (það er af því að við erum svo mikil krútt ;)

Engin ummæli: