laugardagur, maí 28, 2005

Íslendingar eru klikk

Víða hefur maður nú orðið var við þessa celeb dýrkun (fræga fólks dýrkun) en hvergi eins og hér. Sem er út af fyrir sig fyndið því ekki þarf fólk nú að vinna sér mikið til frægðar til að vera orðið celeb á Íslandi. Nema hvað...

Nú er sumsé að byrja í útvarpinu þáttur með útvarpskonu sem er að byrja aftur eftir langt hlé (og ég sem var svo fegin þegar hún hætti). Þátturinn er sendur út einu sinni í viku og ef ég er ekki að misskilja eitthvað mun þessi kona velja eitt íslenskt celeb í hverjum þætti. Þetta sama celeb á svo að búa til lista yfir þá tíu Íslendinga sem honum/henni þykja merkilegastir.

Jæja. Þegar öll celebin hafa valið sinn lista, fær sauðsvartur almúginn allrar náðarsamlegast að velja hvert þessara celeba fær að bjóða öllum tíu manneskjunum á sínum lista... í matarboð.

Og það er allt og sumt.

Jæja, eruð þið ekki orðin spennt yfir að fá að taka þátt í valinu? Allir að pissa í sig bara, erþakki?

Það sorglegasta við þetta er að það er fullt af fólki sem fylgist spennt með og tekur þátt.

Greyin.
Forvitnispúkinn

Sumarfrí?


Posted by Hello

fimmtudagur, maí 19, 2005

Ja hérna

Nú er ég hissa. Ég sem var svo viss um að Selma kæmist áfram. Já, og eiginlega bara viss um að hún myndi vinna... eða allavega svona næstumþví. Ég er samt eiginlega ekkert svekkt, bara hissa.

Mér fannst voðalega fá lög þarna sem varið var í. Eiginlega einkenndist keppnin af ljóskum sem voru að týna brjóstunum á sér og George Michael wanna-be-but-sure-as-hell-isn't-um. Og hvað var þetta með þessa frá Hvíta Rússlandi sem söng eins og cross breed af Stevie Nicks og kindinni Dolly? Ég hélt hún myndi enda þarna alls nakin blessunin, á gærunni einni saman.

En nú vita auðvitað allir hvað á að gera erþakki? Nú er það bara ÁFRAM NOREGUR! Mikið hrikalega voru þeir ógisslega frábærir. Söngvarinn meira að segja með svartan varalit og allt, spandex og lögguhattar; hrein snilld!

Svo þið sem ætluðuð að hætta við partýið á laugardaginn og leggjast í þunglyndi... nú breytið þið bara planinu og skiptið út íslensku fánunum á ostabakkanum fyrir norska. Ekki málið!



Lifi Rokkið! =D Posted by Hello

fimmtudagur, maí 05, 2005

Uppstillingadagur

Í boði þessa sannkristna samfélags sem ég bý í, var frí í vinnunni hjá mér í dag, sem og hjá flestum öðrum. Ég þakka bara fyrir mig og vona að enginn lái mér að notfæra mér þennan frídag þó ég geri það á annara forsendum. Finnst dálítið merkilegt þegar ég spái í það, að dagar sem tengjast trúnni skuli vera svo algengir og sjálfsagðir sem almennir frídagar. Mér finndist allavega skrýtið ef allt í einu fengju allir frí daginn sem Muhammed fór ti Mekka eða eitthvað álíka. Þó vita allir að hér býr fullt af fólki sem trúir á eitthvað annað en Jesú Krist og co. En ég ætla nú samt ekkert að vera að kvarta yfir því að fá frí sko.

Planið: Vinna á morgun og svo bara helgi. Ekkert sérstakt planað fyrir hana... any suggestions?