fimmtudagur, maí 19, 2005

Ja hérna

Nú er ég hissa. Ég sem var svo viss um að Selma kæmist áfram. Já, og eiginlega bara viss um að hún myndi vinna... eða allavega svona næstumþví. Ég er samt eiginlega ekkert svekkt, bara hissa.

Mér fannst voðalega fá lög þarna sem varið var í. Eiginlega einkenndist keppnin af ljóskum sem voru að týna brjóstunum á sér og George Michael wanna-be-but-sure-as-hell-isn't-um. Og hvað var þetta með þessa frá Hvíta Rússlandi sem söng eins og cross breed af Stevie Nicks og kindinni Dolly? Ég hélt hún myndi enda þarna alls nakin blessunin, á gærunni einni saman.

En nú vita auðvitað allir hvað á að gera erþakki? Nú er það bara ÁFRAM NOREGUR! Mikið hrikalega voru þeir ógisslega frábærir. Söngvarinn meira að segja með svartan varalit og allt, spandex og lögguhattar; hrein snilld!

Svo þið sem ætluðuð að hætta við partýið á laugardaginn og leggjast í þunglyndi... nú breytið þið bara planinu og skiptið út íslensku fánunum á ostabakkanum fyrir norska. Ekki málið!



Lifi Rokkið! =D Posted by Hello

2 ummæli:

Asdis sagði...

Já, ég held ég hafi aldrei heyrt annað eins rokk og Wig Wam spilar.. tjah, nema kannski hjá Bon Jovi árin 1985 og 1986 ;)

Áfram Noregur!!!

eva sagði...

Hehe, góð hugmynd ;)