fimmtudagur, febrúar 26, 2004

Vúhú!

Snoopy
You are Snoopy!


Which Peanuts Character are You?
brought to you by Quizilla

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Hryllingsmynd schmillingsmynd

Horfðum á fjórar myndir um helgina, enda lítið annað að gera sitjandi inni í snjóskafli. Fyrst varð fyrir valinu Intolerable Cruelty með George Clooney og Catherine Zeta. Ágæt gamanmynd, mátti alveg hlæja að henni. Svo var það Thirteen, drama um vandræðagemlinga (unglinga) fyrir fullorðna. Hún var líka ágæt. Svo horfðum við á Wall Street (þar sem skyndilegur óbilandi áhugi eiginmannsins á hlutabréfamarkaðnum hefur valdið því að hann ræðst á allt sem hann finnur um efnið, fictional eða ekki) með Michael Douglas, Charlie Sheen og Martin Sheen. Var reyndar búin að sjá hana á sínum tíma og hún eltist bara ekkert svo illa. Að lokum var það svo Cabin Fever (supposedly hryllingsmynd). Þvílík bull og vitleysis mynd að það hálfa væri nóg. Fær -4 stjörnur.

Nú er búið að moka okkur út úr skaflinum svo ætli maður neyðist ekki til að fara að vinna eða eitthvað.

föstudagur, febrúar 20, 2004

Daginn eftir...

Veðrið er gengið yfir og við tekin glampandi sól sem glitrar á snjóinn. Glitrar á alla 98 sentímetrana sem við fengum síðasta sólarhringinn! Þá erum við að tala um jafnfallinn snjó, svo þið getið rétt ímyndað ykkur skaflana. Skaflinn í innkeyrslunni náði mér upp að herðum. Ég kleif snjóinn niður að götu til að taka myndir, og þar var hann klofhár svo maður komst varla áfram. Varð hálfpartinn að synda um skaflana.

Geiri og Brian (sem á snjóblásara) byrjuðu á því að hreinsa innkeyrsluna hjá Brian. Það tók 2-3 klukkutíma (einn á blásara og einn á skóflu). Svo var röðin komin að okkar innkeyrslu og þá bilaði blásarinn. Svo báðir byrjuðu að hakka með skóflum og voru búnir með um 1/4 af innkeyrslunni eftir ca. klukkutíma. Þá var kominn tími á kaffi og eftirmiðdagslúr :)

Nú ferðast fólk um á gönguskíðum og snjóþrúgum og svo eru auðvitað jólin hjá þeim sem eiga snjósleða, því ekki er hægt að labba, hvað þá hreyfa bíl.

Nema hvað, þar sem þeir standa félagarnir og hamast við að moka innkeyrsluna, kemur ekki kona skríðandi niður götuna á fjórum fótum með veskið sitt í hendinni. "Ekki hlægja" kallar hún. "Ég bý hérna í næstu götu og hélt að það væri mikill snjór þar, en þetta er fáránlegt!"... og skreið svo áfram í áttina heim til sín.

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Snjór, snjór skín á mig...

Í dag er enginn skóli, enginn leikskóli og engin vinna. Ástæðan; arfavitlaust veður sem skekur nú Nova-Scotia-inga svo um munar. Brjálað rok og allt á kafi í snjó, svo brjálað að tryggingafélögin sendu út tilkynningu um að hver sem hreyfði bíl í dag gerði það á eigin ábyrgð!

Ég þurfti að fara út í morgun og grafa kanínukofann út úr snjóskafli, svo nú sér maður bara skafl með hurð :)

Þetta á víst að vera svona í dag og á morgun líka samkvæmt spánni. Við sjáum til hvernig það fer.