fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Snjór, snjór skín á mig...

Í dag er enginn skóli, enginn leikskóli og engin vinna. Ástæðan; arfavitlaust veður sem skekur nú Nova-Scotia-inga svo um munar. Brjálað rok og allt á kafi í snjó, svo brjálað að tryggingafélögin sendu út tilkynningu um að hver sem hreyfði bíl í dag gerði það á eigin ábyrgð!

Ég þurfti að fara út í morgun og grafa kanínukofann út úr snjóskafli, svo nú sér maður bara skafl með hurð :)

Þetta á víst að vera svona í dag og á morgun líka samkvæmt spánni. Við sjáum til hvernig það fer.

Engin ummæli: