sunnudagur, október 30, 2005


Hmmmm...

Jæja, ég fékk aldeilis á baukinn eftir að vera búin að úthúða snjónum hérna fyrir neðan. Ágætis skammtur sem beið fyrir utan þarna um morguninn.

Ég hélt að ég yrði þvílíkt svekkt á þessu, að þurfa að skafa bílinn og keyra í þessu drasli... en svo finnst mér þetta eiginlega bara dálítið skemmtilegt!

Það er bara eitthvað svo mikil stemmning við myrkrið og snjóinn. Við Júlía drifum okkur niður á tjörn í gær að fóðra fiðurféð og veðrið var frábært. Svo erum við stelpurnar búnar að sitja á kvöldin með kertaljós, voða næs.

Ég þarf allavega eitthvað að endurskoða þessa 'snjófyrirlitningu'. Hún er bara held ég ekki alveg að virka fyrir mig ennþá.

föstudagur, október 28, 2005

25 % ykkar eru klikk!

Forvitnispúkinn spurði um daginn hvort þið vilduð snjó. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:

Já sögðu 5%
Nei, ojjjjj! sögðu 5%
Bara í fjöllin sögðu 5%
Bara rétt yfir jólin sögðu 60%
Já, því meira því betra sögðu 25%

Ég þoli ekki snjó!! -Nema á jólunum. -Og þegar ég fer á skíði (að meðaltali 1 sinni á 5 ára fresti).

So there!

fimmtudagur, október 20, 2005



Dagur fjögur

Jæja, strákarnir í vinnunni eru farnir að prumpa og ropa og gott ef einn dónabrandari fékk ekki að fjúka í gær. Semsagt búnir að venjast stelpunni og orðnir eðlilegir aftur.

Ég held við hljótum að vera frjósamasta deildin þarna uppfrá. Við komumst að því að við sex sem eigum börn eigum samtals 21 stykki! Tveir strákarnir eiga 5 krakka hvor, einn á fjóra (hann er jafngamall mér) og svo eiga tveir sitthvor tvö. Svo það ætti að verða fjör á jólaballinu!

Vinnan venst vel og ég er búin að læra fáránlega mikið á þessum fjórum dögum. Þetta er eiginlega eins og að vera í tæknilego allan daginn... ekki leiðinlegt það :)

mánudagur, október 17, 2005

Dagur eitt; kæri Jóli...

Jæja, þá er fyrsti dagurinn í nýju vinnunni búinn og gekk bara vel. Strákarnir voru voða mikið að vanda sig en ég sannfærði þá um að ég ætlaði ekkert að vera að reyna að siða þá til.

Þeir voru voða fegnir held ég, enda var víst dónabrandara-þema hjá þeim í síðustu viku af því að von var á mér í dag. Greyin hafa örugglega haldið að hér eftir yrðu þeir að haga sér eins og séntilmenn, hætta að ropa og prumpa og tala um stelpur og fótbolta.

Þetta lítur semsagt allt vel út. Eftir að hafa séð mötuneytið er ég samt hrædd um að maður verði að bæta við degi í ræktinni inn í vikuplanið.

'Till next time...adios

laugardagur, október 15, 2005

Bra Bra

Síðasti vinnudagurinn minn hjá Atson var í gær. Vantaði tvær vikur uppá að ná ári. Annars var þetta ósköp venjulegur föstudagur, nema hvað hann fór að miklu leiti í vínarbrauða- og snúðaát. Bossinn sagðist ætla að gera mig 'feita og ljóta' svo strákarnir hjá Össuri myndu skila mér...! (Alltaf gott að vita að maður er vel liðinn)

Í dag; kolbrjálað rok úti! Búið að vera arfavitlaust í alla nótt (við Júlía elskum reyndar að sofa í vondu veðri... sérstaklega þegar við þurfum ekki að fara á fætur eldsnemma). Planið í dag er að þrífa, fara í ræktina og borða nammi (nammidagur sko).

Hafði hugsað mér að fara í Kjósina í kvöld en ég legg nú varla í Kjalarnesið í þessu roki. Sjáum til hvernig verður seinnipartinn.

Á morgun er svo Valkyrju-hittingur á Kaffi París. Það verður örugglega fjör, enda í fyrsta skipti sem við plönum svona hitting, en það eru fimm ár síðan ég stofnaði grúppuna. (Valkyrjur eru, fyrir ykkur sem ekki vita, netgrúppa íslenskra mæðra sem búa/hafa búið í útlöndum). Þær sem eru staddar á landinu ætla semsagt að hittast á morgun.

Well, þetta var nú frekar boring bloggfærsla... en maður getur ekki alltaf verið fyndinn og skemmtilegur!

Ha det bra.

mánudagur, október 10, 2005

Merkilega nálægt sannleikanum...

How You Life Your Life

You have a good sense of self control and hate to show weakness.
You tend to avoid confrontation and stay away from sticky situations.
You prefer a variety of friends and tend to change friends quickly.
You tend to dream big, but you worry that your dreams aren't attainable.

sunnudagur, október 09, 2005

Metnaður

þriðjudagur, október 04, 2005


365 dagar

Í dag er ár síðan ég flutti heim frá Kanada. Heilt ár. Mér finnst vera eitthvað svo stutt síðan, en samt finnst mér líka svo ótrúlega margt hafa gerst á þessu ári. Kannski þessvegna sem tíminn hefur verið svona fljótur að líða.

Þegar ég bjó úti sagði ég alltaf að ef ég flytti heim yrði örugglega erfiðast að venjast veðrinu og verðinu. Það var líka alveg rétt, ég er ekkert að fíla þetta skítaveður sem er búið að vera hérna undanfarnar vikur og finnst sumarið hafa verið ósköp stutt og ómerkilegt. Og það er víst óþarfi að fjölyrða hér um verðlagið... ekki víst að ég gæti stoppað ef ég hætti mér inn á þá braut. En auðvitað hafa báðir staðir sína kosti og galla á ólíkum sviðum. Það er margt sem maður saknar og oft vildi ég helst geta búið á báðum stöðum.

Þetta er nú samt búið að ganga ótrúlega vel miðað við allt og maður getur ekki kvartað. Stelpurnar búnar að standa sig eins og hetjur og hingað til hefur allt gengið upp varðandi vinnu, húsnæði o.þ.h. (7,9,13)

Maður veltir því óhjákvæmilega fyrir sér hvar maður verður staddur í lífinu eftir ár í viðbót. Ég vona allavega að árið framundan fari um mig heldur mýkri höndum en það síðasta. Alveg kominn tími til að geta farið að slaka aðeins á og njóta þess að vera til.

Jæja, þetta var nú bara svona smá alvarleiki í tilefni dagsins. Lofa að vera skemmtilegri næst!

laugardagur, október 01, 2005


Rúsína

Eftirfarandi samræður áttu sér stað á heimili mínu í gærmorgun:

Selma: "Erna, hentir þú rúsínunni minni?"
Erna: "Ég veit það ekki, hvernig leit hún út?"

Þetta er aðeins sýnishorn af þeim samskiptum sem eiga sér stað innan þessara veggja.

Er svo eitthvað skrýtið að maður sé eins og maður er!