Dagur eitt; kæri Jóli...
Jæja, þá er fyrsti dagurinn í nýju vinnunni búinn og gekk bara vel. Strákarnir voru voða mikið að vanda sig en ég sannfærði þá um að ég ætlaði ekkert að vera að reyna að siða þá til.
Þeir voru voða fegnir held ég, enda var víst dónabrandara-þema hjá þeim í síðustu viku af því að von var á mér í dag. Greyin hafa örugglega haldið að hér eftir yrðu þeir að haga sér eins og séntilmenn, hætta að ropa og prumpa og tala um stelpur og fótbolta.
Þetta lítur semsagt allt vel út. Eftir að hafa séð mötuneytið er ég samt hrædd um að maður verði að bæta við degi í ræktinni inn í vikuplanið.
'Till next time...adios
2 ummæli:
Hahahaha dónabrandara-þema í síðustu viku!!! Þeir hafa haldið að þeir ættu von á heilagri dömu ;-) Little do they know ;-) ;-) ;-)
Hehehe... usssssss! ;)
Skrifa ummæli