Bra Bra
Síðasti vinnudagurinn minn hjá Atson var í gær. Vantaði tvær vikur uppá að ná ári. Annars var þetta ósköp venjulegur föstudagur, nema hvað hann fór að miklu leiti í vínarbrauða- og snúðaát. Bossinn sagðist ætla að gera mig 'feita og ljóta' svo strákarnir hjá Össuri myndu skila mér...! (Alltaf gott að vita að maður er vel liðinn)
Í dag; kolbrjálað rok úti! Búið að vera arfavitlaust í alla nótt (við Júlía elskum reyndar að sofa í vondu veðri... sérstaklega þegar við þurfum ekki að fara á fætur eldsnemma). Planið í dag er að þrífa, fara í ræktina og borða nammi (nammidagur sko).
Hafði hugsað mér að fara í Kjósina í kvöld en ég legg nú varla í Kjalarnesið í þessu roki. Sjáum til hvernig verður seinnipartinn.
Á morgun er svo Valkyrju-hittingur á Kaffi París. Það verður örugglega fjör, enda í fyrsta skipti sem við plönum svona hitting, en það eru fimm ár síðan ég stofnaði grúppuna. (Valkyrjur eru, fyrir ykkur sem ekki vita, netgrúppa íslenskra mæðra sem búa/hafa búið í útlöndum). Þær sem eru staddar á landinu ætla semsagt að hittast á morgun.
Well, þetta var nú frekar boring bloggfærsla... en maður getur ekki alltaf verið fyndinn og skemmtilegur!
Ha det bra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli