fimmtudagur, október 20, 2005



Dagur fjögur

Jæja, strákarnir í vinnunni eru farnir að prumpa og ropa og gott ef einn dónabrandari fékk ekki að fjúka í gær. Semsagt búnir að venjast stelpunni og orðnir eðlilegir aftur.

Ég held við hljótum að vera frjósamasta deildin þarna uppfrá. Við komumst að því að við sex sem eigum börn eigum samtals 21 stykki! Tveir strákarnir eiga 5 krakka hvor, einn á fjóra (hann er jafngamall mér) og svo eiga tveir sitthvor tvö. Svo það ætti að verða fjör á jólaballinu!

Vinnan venst vel og ég er búin að læra fáránlega mikið á þessum fjórum dögum. Þetta er eiginlega eins og að vera í tæknilego allan daginn... ekki leiðinlegt það :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært að gengur vel í nýju vinnunni :)

Nafnlaus sagði...

Hæ bara svona að skoða hvað þú ert að bralla kona góð ..
Frábært að sjá hvernig gegnur í vinnuni hjá þér.

Knús frá Danaveldi