sunnudagur, október 30, 2005


Hmmmm...

Jæja, ég fékk aldeilis á baukinn eftir að vera búin að úthúða snjónum hérna fyrir neðan. Ágætis skammtur sem beið fyrir utan þarna um morguninn.

Ég hélt að ég yrði þvílíkt svekkt á þessu, að þurfa að skafa bílinn og keyra í þessu drasli... en svo finnst mér þetta eiginlega bara dálítið skemmtilegt!

Það er bara eitthvað svo mikil stemmning við myrkrið og snjóinn. Við Júlía drifum okkur niður á tjörn í gær að fóðra fiðurféð og veðrið var frábært. Svo erum við stelpurnar búnar að sitja á kvöldin með kertaljós, voða næs.

Ég þarf allavega eitthvað að endurskoða þessa 'snjófyrirlitningu'. Hún er bara held ég ekki alveg að virka fyrir mig ennþá.

1 ummæli:

Asdis sagði...

Mikið er gott að heyra að þú sért að vitkast ;-) Snjór er góður, það er rigningin sem er vond!