fimmtudagur, maí 05, 2005

Uppstillingadagur

Í boði þessa sannkristna samfélags sem ég bý í, var frí í vinnunni hjá mér í dag, sem og hjá flestum öðrum. Ég þakka bara fyrir mig og vona að enginn lái mér að notfæra mér þennan frídag þó ég geri það á annara forsendum. Finnst dálítið merkilegt þegar ég spái í það, að dagar sem tengjast trúnni skuli vera svo algengir og sjálfsagðir sem almennir frídagar. Mér finndist allavega skrýtið ef allt í einu fengju allir frí daginn sem Muhammed fór ti Mekka eða eitthvað álíka. Þó vita allir að hér býr fullt af fólki sem trúir á eitthvað annað en Jesú Krist og co. En ég ætla nú samt ekkert að vera að kvarta yfir því að fá frí sko.

Planið: Vinna á morgun og svo bara helgi. Ekkert sérstakt planað fyrir hana... any suggestions?

1 ummæli:

Asdis sagði...

Það á nú að vera rólegt veður en ekkert sérlega heitt um helgina. Spurning um að mæta í Nauthólsvíkina á bikiníinu fyrir kl. 10 í fyrramálið svona til að ná sem mestu af sólinni ;-)

Mig dauðlangar líka í bíó að sjá Hitchhiker's guide... nördið sem ég er!