föstudagur, apríl 29, 2005

Hélstu að atti-katti-nóa væri rugl?

Var að keyra heim úr Bónus með Júlíu í bílnum og útvarpið stillt á Útvarp Latabæ. Mjög fyndin útvarpsstöð með mjög góða stefnu, en tónlistin sem er spiluð er allt frá þessum klassísku barnalögum upp í hálf klúra útilegusöngva, sem maður hefur aldrei sungið nema undir áhrifum.

Nema hvað, við erum semsé að keyra þegar upphafstónar þessa lags byrja að óma. Og einhverra hluta vegna fór ég að hlusta á textann: (ég birti þetta með fyrirvara um villur, enda lærði ég aldrei þessa vísu)

Ég á litla mús, hún heitir Heiða
ég var að greiða henn'í dag, herra Jón.
Hún er voða sæt, hún kann að dansa
og hún dansar svo vel, herra Jón.

Þó að hún sé feit, þá er hún ofsa mikið krútt
með rauða slaufu í skottinu.
Ég mun alltaf hafa hana hjá mér
ég ætla'ð gefa henni ost, herra Jón.

Hún mun aldrei fá að sleppa frá mér,
ég ætla'ð gæta hennar vel, herra Jón.

Mig langar að vita á hverju höfundurinn var þegar hann samdi þetta. Og hver er þessi 'herra Jón'?! Svo er fólk hissa á því að æska vor sé á hraðri leið til glötunar. Ég er ekki frá því að ég sjálf þurfi eins og einn-tvo tíma í þerapíu eftir þessa lífsreynslu.



Heiða? Posted by Hello

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæl og blessuð, langt síðan ég kíkti hingað síðast. Flott að sjá að dótið ykkar er komið í hús. En þetta er furðulegt barnalag! Skrítið maður heldur alltaf að lög sem ætluð er börnum þurfi ekki að vera neitt sérstök en það eru auðsjáanlega mikil mistök..kveðja, Gurrý