"Here fishy, fishy..."
Langþráður draumur rættist um daginn þegar mér áskotnaðist fiskabúr. Nú eigum við mæðgur sinn fiskinn hver (góð byrjun allavega :)
Júlíu fiskur er gulur og heitir Nemo (lesist 'Nímó' með kanadískum hreim). Eitthvað segir mér að hann sé ekki eini skrautfiskurinn með þessu nafni, sbr. alla kettina sem heita Simbi, Nala o.s.frv.
Selmu fiskur er röndóttur og heitir Pig. Selma elskar svín og langar í eitt slíkt sem gæludýr, svo þetta er svona smá friðþæging :)
Ernu fiskur heitir Fluffy, enda rosalega loðinn og krúttlegur... eh... já, einmitt.
Minn heitir svo auðvitað Bobby, eftir Fishernum fræga... enda ljótastur af þeim öllum.
Nemo, Bobby, Pig og Fluffy.
2 ummæli:
Ég á tvær litla frænkur útí Svíþjóð sem eiga svín sem gæludyr. Hann hér fyrst Mini, svo var því breytt í Maxi en pabbi þeirra hefur alltaf kallað hann Bacon. Stelpunum finnst það ekki sniðugt.
Hehehe... Bacon :)
Skrifa ummæli