mánudagur, apríl 11, 2005

Þvílík snilld!

"Þessi vélknúna vekjaraklukka á hjólum hringir og skýst síðan í felur þannig að eigandinn verður að fara á fætur og finna hana til að slökkva á henni. Gripurinn er uppfinning Gauris Nandas, framhaldsnemanda við Tækniháskólann í Massachusetts (MIT) í Bandaríkjunum. Hann kallar tækið 'Clocky'." (af mbl.is)

Ég get ímyndað mér að þessi klukka verði hötuð af mörgum morgunsvæfum eigandanum. Ég held ég myndi allavega ekki storka mínu eigin morgungeði með svona grip :)



Clocky! Posted by Hello

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta væri besta gjöf í heimi fyrir hann Bigga. Morgungeðið hvort eð er alltaf í ólagi, VERÐ að redda svona.