sunnudagur, mars 28, 2004

Hvað er þetta hvíta?

57% af þeim heilu sjö sem kosið hafa hér vinstra megin, vilja meina að vorið sé komið. Ég er ekki ein af þessum 57%. Ég er ekki frá því að það hafi eitthvað að gera með allan þennan SNJÓ sem enn liggur hér um allar jarðir. Þið getið ímyndað ykkur hvað hann er orðinn aðlaðandi eftir að hafa legið í tvo mánuði, þiðnað og frosið á víxl og sankað að sér drullu og skít. Lovely.

Að öðru leiti er vorinu ekkert að vanbúnaði, það er farið að hlýna og sólin að skína (voða var þetta ljóðrænt hjá mér) og maður vaknar við fuglasöng á morgnana, sem er kærkomin tilbreyting frá krákugargi.

Annars er kallinn að fara að stinga af til Seattle í fyrramálið. Verður reyndar ekki nema fjóra daga í þetta sinn. Maður lætur sig hafa það, enda styttist nú heldur betur í Íslandsferðina... bara 12 dagar eftir! Vúhú!

Eitt í lokin af litla Kanadíngnum henni Júlíu. Hún á það jú til að blanda aðeins tungumálunum og þýða sjálf á milli. Um daginn var hún að þvo sér um hendurnar inni á baði þegar heyrðist í henni; Oh, meeeen... NEINA handklæði og NEINA sápa!

Engin ummæli: