mánudagur, ágúst 22, 2005

Time for the rest of the world to know...

Jæja, þá er fjögurra mánaða bið á enda... á morgun mun ég þreyta þetta próf.

Nú eiga allir að krossleggja fingurna fyrir mig og senda mér fullt af góðum 'vibes'. (Gáfustrauma fyrir hádegi og kraftastrauma eftir hádegi, takk!)

Ekki veitir af, því af 115 umsækjendum stendur til að taka inn 32! -Þá kemur í ljós hvort allt spriklið í ræktinni hefur skilað sér.

Læt ykkur vita hvernig gengur :)

(Ég vona samt að það verði ekki prófað í kleinuhringjaáti, er ekkert sérstaklega hrifin að þessháttar fóðri)


4 ummæli:

Asdis sagði...

Vá, þú átt eftir að tækla þetta próf án vandræða. Þú ert soddan hörkugella :) Gangi þér ofsalega vel, ég skal hugsa til þín sterkt og mikið á morgun.

eva sagði...

Takk esskan, I'll need it :)

Nafnlaus sagði...

Jæja erum með krosslagða fingur..... gangi þér vel :)
p.s ekkert markvert að gerast hjá okkur enn.....

Nafnlaus sagði...

Noh! það er ekkert annað! Gangi þér rosalega vel, þeir þurfa gott fólk í löggunni, ekki spurning að það er mikill fengur í þér. Bara svona ef þú hefur áhyggjur af ehemm aldrinum, þá var pabbi rúmlega fertugur þegar hann byrjaði í löggunni og var ekkert síðri en unglingarnir og þó nokkuð betri..hugsa sterkt til þín, Gurrý