föstudagur, september 02, 2005

Það er þetta með perurnar

Samkvæmt síðustu könnun forvitnispúkans borðar aðeins helmingur bla-lesara hýðið af peruávöxtum. Það þýðir (samkvæmt mínum stærðfræðiútreikningum, sem eiga það þó oftar en ekki til að vera rangir) að helmingurinn borðar ekki peruhýði.

Nú hlýt ég að spyrja (og pardon my french); "What's up with that??" Hvað er það við peruhýði sem er svona óaðlaðandi? Ég meina... ég skil vel fólk sem borðar ekki hýðið af kíwí, enda geri ég það ekki sjálf. En ég þekki samt fólk sem borðar hýðið af kíwí, eins loðið og það nú er.

En perur??

Engin ummæli: