18. september
Fyrir nákvæmlega sex árum síðan var ég stödd á IWK barnaspítalanum í Halifax. Þangað hafði ég komið fyrr um nóttina eftir að vatnið fór, en síðan gerðist bara ósköp lítið. Ég var samt harðákveðin í því að láta ekki senda mig heim aftur, og flengdist upp og niður hæðir spítalans til að reyna að reka á eftir þrjóskupúkanum sem sat sem fastast í bumbunni.
Á endanum var ég sett af stað, rétt upp úr hádegi og þá hófst sko gamanið fyrir alvöru! Hefði ég vitað hvað beið mín þá hefði ég líklega bara látið svæfa mig sko... en ég þrjóskaðist við og fékk ekkert nema glaðloft til að kæta mig.
Í miðjum klíðum var svo bankað uppá og ég spurð hvort nokkrir læknanemar mættu vera viðstaddir. Jú, ég hélt það nú... svo þegar Júlía kom í heiminn tók á móti henni áhorfendaskari og klapplið!
Nú er þessi litli ormur orðin sex ára! Ótrúlegt alveg :)
4 ummæli:
Til hamingju með litla þrjóskupúkann þinn :)
til hamingju með púkann, skrýtið að eiga engin smábörn lengur ha!
knúsaðu hana litlu frænku mína frá svíunum ;)
Júlía er náttúrulega frábær :)
Skrifa ummæli